Enski boltinn

David Luiz búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Luiz fagnar hér með landa sínum Oscari.
David Luiz fagnar hér með landa sínum Oscari. Mynd/Nordic Photos/Getty
Brasilíski varnarmaðurinn David Luiz er búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Evrópumeistara Chelsea en hann var orðaður við Barcelona í síðasta félagsglugga. David Luiz eyddi hinsvegar öllum vafa um framtíð sína með því að gera langtímasamning við Lundúnaliðið.

David Luiz er 25 ára miðvörður sem kom til Chelsea frá Benfica í janúar 2012 eða um leið og Fernando Torres. Hann kostaði félagið 21,3 milljónir punda.

„Ég er hjá frábæru félagi og hlakka til að vinna fleiri titla með Chelsea. Ég ætla mér að spila lengi á hæsta getustigi og það geri ég með því að spila áfram með Chelsea. Ég elska allt við klúbbinn og ekki síst stuðningsmennina. Þeir hafa tekið mér vel og stutt vel við bakið á mér," sagði David Luiz í viðtali við BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×