Enski boltinn

Fær Ferdinand tækifæri hjá Hodgson?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, gæti neyðst til að velja Rio Ferdinand í landsliðið á nýjan leik vegna ákvörðunar John Terry um að hætta.

Terry gaf það út á mánudagsmorgun að hann myndi ekki gefa kost á sér í landsliðið framar þar sem að enska knattspyrnusambandið hefði ákveðið að láta hann svara fyrir ásakanir Anton Ferdinand, leikmanns QPR, um kynþáttaníð.

Anton og Rio eru bræður en sá síðarnefndi spilaði síðast með enska landsliðinu fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan. Hodgson valdi hann ekki í landsliðshóp Englands fyrir EM í sumar og sagði knattspyrnulegar ástæður fyrir því.

Hodgson neitaði því að ástæðan fyrir ákvörðunni hafi verið sú að Ferdinand og Terry ættu erfitt með að vera liðsfélagar. Ferdinand er sagður vera áhugasamur um að spila með enska landsliðinu á ný en hann hefur þó ekki rætt við Hodgson um það.

England mætir San Marínó og Póllandi í undankeppni HM 2014 í næsta mánuði og mun Hodgson tilkynna leikmannahóp sinn í lok vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×