Enski boltinn

David James kominn með nýtt félag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Markvörðurinn David James er ekki hættur og gæti spilað með með Bournemouth í ensku C-deildinni í dag.

James er 42 ára gamall og hefur verið án félags síðan að hann hætti hjá Bristol City í maí síðastliðnum. Hann á 53 landsleiki að baki og hefur spilað meira en 800 leiki með félagsliðum sínunm.

Fyrsti deildarleikur James var með Watford í leik gegn Millwall í ágúst árið 1990. Hann samdi við Bournemouth í gær og verður hjá liðinu til loka tímabilsins.

Bournemouth er í sautjánda sæti deildarinnar með átta stig eftir jafn marga leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×