Enski boltinn

Elokobi meiddist illa og spilar ekki meira á tímabilinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
George Elokobi meiddist afar illa á ökkla í dag en þá lék hann sinn fyrsta leik með Bristol City sem mætti Leeds í ensku B-deildinni í dag.

Elokobi er nýkominn til Bristol City sem lánsmaður frá Wolves og fór hann beint inn í byrjunarliðið í dag.

"Hugur okkar er hjá George vegna þess að þetta eru skelfileg meiðsli og hann spilar ekki aftur á tímabilinu," sagði Derek McInnes, stjóri Bristol City.

Elokobi bæði ökklabrotnaði og fór einnig úr lið. McInnes sagði að hann hefði verið fluttur beint á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð.

"Þetta er mikil synd vegna þess að hann var mjög ánægður með að vera kominn hingað og við hlökkuðum til að vinna með honum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×