Erlent

Bandaríkjamaður féll í árás á sendiráðsskrifstofu í Benghazi

Bandarískur sendiráðsmaður féll og annar særðist þegar vopnaðir menn réðust inn í sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi í Líbýu í gærkvöldi.

Árásarmennirnir köstuðu handsprengjum inn í skrifstofuna og kveiktu svo í henni. Árásin var gerð til að mótmæla því að í kvikmynd sem framleidd var í Bandaríkjunum sé að finna móðganir í garð Múhammeðs spámanns.

Þessi árás fylgir í kjölfar þess að ráðist var á sendiráð Bandaríkjanna í Kaíró höfuðborg Egyptaland í gærdag af sömu ástæðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×