Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 0-4 Stefán Hirst Friðriksson á KR-velli skrifar 16. september 2012 16:15 Titilvonir KR-inga eru endanlega úti eftir 4-0 sigur Breiðabliks á liðinu í nítjándu umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Frammistaða Vesturbæjarliðsins var hörmuleg og sigurinn sannarlega verðskuldaður. Kristinn Jónsson, Nichlas Rohde, Elfar Árni Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum. Blikar eru í bullandi baráttu um Evrópusæti eftir sigurinn. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og voru Blikar sprækari á upphafsmínútunum en marktækifærin féllu í hendur heimamanna í KR. Grétar Sigfinnur Sigurðsson og Emil Atlason voru báðir nálægt þvi að koma sínum mönnum yfir en bæði skotin höfnuðu í tréverki andstæðinganna. Það var svo á 22. mínútu þegar Þorsteinn Már Ragnarsson var felldur inn í teig og vítaspyrna umsvifalaust dæmd. Gary Martin steig á punktinn en Ingvar Kale greip slaka vítaspyrnu hans. Blikar komust svo yfir á 34. mínútu nokkuð gegn gangi leiksins. Þá skoraði Kristinn Jónsson algjört draumamark úr aukaspyrnu af löngu færi. Lítið gerðist á næstu mínútum og Blikar því með forystu þegar flautað var til hálfleiks. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiksins en síðustu tuttugu mínútur hans voru eign Blika en þeir gerðu þrjú mörk á þessum tíma. Fyrst var það Nichlas Rohde sem kom sínum mönnum í 2-0 áður en að Elfar Árni Aðalsteinsson bætti þriðja markinu við. Tómas Óli Garðarsson innsiglaði svo sigurinn á lokamínútunni með stórkostlegu marki en hann snéri boltann upp í vinkilinn frá vítateigshorninu. Stórsigur Breiðabliks því staðreynd og sigurinn svo sannarlega verðskuldaður.Rúnar: Erfitt að útskýra þetta slaka gengi „Þetta voru skelfileg úrslit fyrir okkur. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleiknum en þeir skora úr drauma aukaspyrnu og leiddu í hálfleik. Við stjórnuðum svo leiknum í upphafi seinni hálfleiksins en náum ekki að nýta það og ganga þeir svo á lagið og því fór sem fór," sagði Rúnar. Rúnar var ómyrkur í máli í lok leiks og sagði gengi liðsins að undanförnu illskiljanlegt „Það er erfitt að útskýra gengi okkar í undanförnum leikjum. Við höfum lagt leikina upp með því að reyna að vinna þá en það virðist ekkert ganga né falla með okkur," bætti Rúnar við. Við erum bara búnir að ná í átta stig í síðari umferðinni sem er skelfileg uppskera og erum við alls ekki sáttir við það. Við erum bikarmeistarar en erum búnir að missa af titlinum og er það sárt og svekkjandi. Við stefndum á að ná að vinna deildina líka en það gekk ekki eftir," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR að lokum.Ólafur: Ætlum okkur Evrópusæti „Þrjú stig, halda hreinu og skora fjögur mörk, það er virkilega ljúft. Þeir fengu góð færi í fyrri hálfleik til þess að skora mér fannst við vera þrautseigir og unnum við vel úr því sem við fengum í leiknum" sagði Ólafur. „Evrópusætið er inn í myndinni og höfum við ætlað að ná okkur í það sæti í langan tíma. Þessi sigur gefur okkur stuð í bakið í þessari baráttu og voru þetta mjög mikilvæg þrjú stig. Við þurfum að koma vel stemmdir inn í næsta leik og klára þetta mót með sæmd," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Titilvonir KR-inga eru endanlega úti eftir 4-0 sigur Breiðabliks á liðinu í nítjándu umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Frammistaða Vesturbæjarliðsins var hörmuleg og sigurinn sannarlega verðskuldaður. Kristinn Jónsson, Nichlas Rohde, Elfar Árni Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum. Blikar eru í bullandi baráttu um Evrópusæti eftir sigurinn. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og voru Blikar sprækari á upphafsmínútunum en marktækifærin féllu í hendur heimamanna í KR. Grétar Sigfinnur Sigurðsson og Emil Atlason voru báðir nálægt þvi að koma sínum mönnum yfir en bæði skotin höfnuðu í tréverki andstæðinganna. Það var svo á 22. mínútu þegar Þorsteinn Már Ragnarsson var felldur inn í teig og vítaspyrna umsvifalaust dæmd. Gary Martin steig á punktinn en Ingvar Kale greip slaka vítaspyrnu hans. Blikar komust svo yfir á 34. mínútu nokkuð gegn gangi leiksins. Þá skoraði Kristinn Jónsson algjört draumamark úr aukaspyrnu af löngu færi. Lítið gerðist á næstu mínútum og Blikar því með forystu þegar flautað var til hálfleiks. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiksins en síðustu tuttugu mínútur hans voru eign Blika en þeir gerðu þrjú mörk á þessum tíma. Fyrst var það Nichlas Rohde sem kom sínum mönnum í 2-0 áður en að Elfar Árni Aðalsteinsson bætti þriðja markinu við. Tómas Óli Garðarsson innsiglaði svo sigurinn á lokamínútunni með stórkostlegu marki en hann snéri boltann upp í vinkilinn frá vítateigshorninu. Stórsigur Breiðabliks því staðreynd og sigurinn svo sannarlega verðskuldaður.Rúnar: Erfitt að útskýra þetta slaka gengi „Þetta voru skelfileg úrslit fyrir okkur. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleiknum en þeir skora úr drauma aukaspyrnu og leiddu í hálfleik. Við stjórnuðum svo leiknum í upphafi seinni hálfleiksins en náum ekki að nýta það og ganga þeir svo á lagið og því fór sem fór," sagði Rúnar. Rúnar var ómyrkur í máli í lok leiks og sagði gengi liðsins að undanförnu illskiljanlegt „Það er erfitt að útskýra gengi okkar í undanförnum leikjum. Við höfum lagt leikina upp með því að reyna að vinna þá en það virðist ekkert ganga né falla með okkur," bætti Rúnar við. Við erum bara búnir að ná í átta stig í síðari umferðinni sem er skelfileg uppskera og erum við alls ekki sáttir við það. Við erum bikarmeistarar en erum búnir að missa af titlinum og er það sárt og svekkjandi. Við stefndum á að ná að vinna deildina líka en það gekk ekki eftir," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR að lokum.Ólafur: Ætlum okkur Evrópusæti „Þrjú stig, halda hreinu og skora fjögur mörk, það er virkilega ljúft. Þeir fengu góð færi í fyrri hálfleik til þess að skora mér fannst við vera þrautseigir og unnum við vel úr því sem við fengum í leiknum" sagði Ólafur. „Evrópusætið er inn í myndinni og höfum við ætlað að ná okkur í það sæti í langan tíma. Þessi sigur gefur okkur stuð í bakið í þessari baráttu og voru þetta mjög mikilvæg þrjú stig. Við þurfum að koma vel stemmdir inn í næsta leik og klára þetta mót með sæmd," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira