Enski boltinn

Chelsea tókst ekki að skora gegn QPR

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anton Ferdinand sniðgekk John Terry og Ashley Cole en tók hressilega í hönd annarra leikmanna Chelsea.
Anton Ferdinand sniðgekk John Terry og Ashley Cole en tók hressilega í hönd annarra leikmanna Chelsea. Nordicphotos/Getty
QPR og Chelsea skildu jöfn í markalausu jafntefli liðanna á Loftus Road í dag. Bæði lið gengu færi til að tryggja sér sigur en tókst ekki.

Aðdraganda leiksins var beðið með mikilli eftirvæntingu. Óviss ríkti hvort Anton Ferdinand myndi taka í hönd John Terry og Ashley Cole sem hann gerði ekki. Þá loks gátu allir farið að einbeita sér að leiknum sjálfum.

Bæði lið fengu fín færi í báðum hálfleikjum. Leikmönnum liðanna var hins vegar fyrirmunað að koma boltanum framhjá markvörðum liðanna, Julio Cesar og Petr Cech, og urðu að sættast á skiptan hlut.

Chelsea hafði unnið alla leiki sína í deildinni þegar kom að leiknum í dag. Liðið heldur toppsætinu með tíu stig þar sem hin toppliðin misstigu sig einnig.

QPR heldur áfram leit sinni að sínum fyrsta sigri á leiktíðinni. Liðið hefur tvö stig í neðri hluta deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×