Enski boltinn

Zamora til í að heilsa Terry

Terry í leiknum fræga.
Terry í leiknum fræga.
Það er fátt sem vekur meiri athygli fyrir helgina í enska boltanum en hvort leikmenn QPR og Chelsea munu heilsast.

Eins og kunnugt er þá ásakaði Anton Ferdinand, leikmaður QPR, John Terry, leikmann Chelsea, um kynþáttaníð í síðasta leik liðanna. Því máli er ekki lokið.

Ashley Cole, leikmaður Chelsea, bar svo vitni fyrir Terry í dómsmáli og það hleypti illu blóði í marga leikmenn QPR.

Samt ekki Bobby Zamora sem er nokk sama um málið og segist ekki vera í neinum vandræðum með að taka í hönd Terry. Þeir hafa líka verið félagar síðan í æsku.

"Við Terry erum góðir vinir og að sjálfsögðu tek ég í hönd hans fyrir leikinn. Við ólumst upp saman og þetta mál kom upp fyrir mína tíð hérna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×