Enski boltinn

Hodgson: Owen gæti vel spilað á ný fyrir England

Stefán Árni Pálsson skrifar
Michael Owen
Michael Owen Mynd. / Getty Images
Landsliðsþjálfari Englads Roy Hodgson hefur gefið það í skyn að hurðin gæti opnast fyrir Michael Owen, leikmann Stoke, um endurkomu í enska landsliðið.

Þessi 32 ára framherji lék sinn fyrsta leik fyrir Stoke City um helgina þegar hann kom inná af varamannabekknum gegn Manchester City þegar liðið gerði jafntefli við Englandsmeistarana.

Owen gekk í raðir Stoke frá Manchester United fyrir stuttu og mun líklega spila stærra hlutverk hjá Stoke. Hodgson vill meina að Owen eigi ennþá erindi í enska landsliðið þrátt fyrir að hafa ekki leikið fyrir land og þjóð í yfir 4 ár.

„Ég óska honum góðs gengis hjá Stoke," sagði Hodgson.

„Mér hefur alltaf þótt Owen vera stórkostlegur leikmaður og átt stórkostlegan feril."

„Það er vissulega vonbrigði hversu lítið hann hefur fengið að spila undanfarinn ár en ég held að það eigi eftir að breytast núna."

„Það er alveg á hreinu að ef leikmenn eru að spila vel viku eftir viku í ensku úrvalsdeildinni þá er möguleiki á því að ég velji þá."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×