Enski boltinn

David Silva fær nýjan risasamning hjá Man. City - gæti endað í 50 milljónum á viku

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
David Silva.
David Silva. Mynd/Nordic Photos/Getty
Spænski landsliðsmaðurinn David Silva gæti skrifað undir nýjan samning á allra næstu dögum við Englandsmeistaralið Manchester City samkvæmt heimildum enska dagblaðsins Daily Mail.

Hinn 26 ára gamli Silva mun fá um 200.000 pund í laun á viku, eða sem nemur um 40 milljónum kr. Ef gengi Man City verður með svipuðum hætti og á síðustu leiktíð gæti þessi upphæð farið í allt að 50 milljónir kr. á viku.

Forráðamenn Man City hafa verið í viðræðum við umboðsmann Silva í allt sumar. Enska félagið vill gera fimm ára samning við hinn 26 ára gamla leikmann sem hefur verið orðaður m.a. við Spánarmeistaralið Real Madrid.

Ferran Soriano, sem er Spánverji, tók nýverið við starfi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Man City og eftir að hann kom til starfa hafa hlutirnir gengið hraðar fyrir sig í samningaviðræðunum við Silva.

Manchester City mætir Spánarmeistaraliði Real Madrid í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu á morgun þriðjudag í Madríd.

Ef samningaviðræðurnar við Silva ganga í gegn mun hann vera í svipuðum launaflokki og þeir Carlos Tevez, Vincent Kompany og Yaya Toure hjá Man City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×