Enski boltinn

Friedel fagnar heilbrigðri samkeppni

Það hafa verið talsverð læti í herbúðum Tottenham eftir að félagið keypti franska landsliðsmarkvörðinn, Hugo Lloris, og setti hann svo á bekkinn.

Ástæðan er sú að fyrir er í markinu hinn öflugi Bandaríkjamaður, Brad Friedel, sem hefur verið að spila vel og í raun engin ástæða til þess að taka hann úr liðinu.

Hann er aftur á móti kominn á aldur og Lloris er ætlað að fylla hans skarð á næstu árum. Frakkinn er þó ekkert sérstaklega kátur með bekkjarsetuna og hefur farið fram á fund með stjóranum, Andre Villas-Boas.

Friedel segir að það sé þó allt í góðu á milli hans og Lloris. Hann segir að þeir hafi þess utan gott af smá heilbrigðri samkeppni.

"Hugo er afar indæll maður. Hann er frábær markvörður en og við erum líka með tvo aðra mjög góða markverði í Heurelho Gomes og Carlo Cudicini," sagði Friedel.

"Það er vinaleg og heilbrigð samkeppni á milli okkar og vonandi förum við langt í öllum keppnum þannig að allir nái að spila."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×