Myndlíkingin þótti ekki refsiverð aðdróttun BBI skrifar 19. september 2012 12:24 Teitur ásamt verjanda sínum, Sigríði Rut Júlíusdóttur. Mynd/GVA Myndlíking sem Teitur Atlason greip til þegar hann bloggaði um Gunnlaug Sigmundsson þótti ekki refsiverð aðdróttun að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Teitur líkti Gunnlaugi við mann sem ber á náungum sínum með hamri eftir að Gunnlaugur hafði stefnt honum fyrir meiðyrði. Eins og Vísir greindi frá fyrir stundu var Teitur Atlason sýknaður af bótakröfu Gunnlaugs fyrir Héraðsdómi. Meiðyrðamálið snerist um tvenn ummæli sem Teitur lét falla á bloggsíðu sinni. Gunnlaugur gerði kröfu um að þau yrðu dæmd ómerk.Fyrri krafan Fyrri kröfunni var vísað frá dómi vegna formgalla. Kröfuna settu Gunnlaugur og kona hans fram í sameiningu vegna ummæla um fjölskyldu Gunnlaugs alla sem Teitur birti á bloggi sínu. Hjónunum þótti ummælin stórkostlega móðgandi og meiðandi. Samkvæmt réttarfarsreglum og dómafordæmum er hins vegar ekki heimilt að setja slíka kröfu fram nema hver stefnandi geri sjálfstæða aðgreinda kröfu. Þessi sameiginlega óaðgreinda krafa hjónanna uppfyllti ekki það skilyrði og því varð að vísa henni frá dómi.Hamar.Síðari krafan Hins vegar gerði Gunnlaugur einn kröfu um að ummæli sem Teitur birti um hann á bloggsíðu sinni yrðu dæmd ómerk. Ummælin sem um ræðir voru: „Tilgangi hans er í raun náð með því að setja á loft hamar sem hann hikar ekki við að berja fólk með, gangi það (að hans mati) of langt í gagnrýni sinni á hann sjálfan". Héraðsdómur Reykjavíkur telur að ummælin feli ekki í sér refsiverða aðdróttun samkvæmt skilningi almennra hegningarlaga. Ástæðan er sú að myndlíkingin þykir fela í sér gildisdóm en ekki miðlun staðreynda. Í dómaframkvæmd er viðurkennt að gildisdómar njóti almennt ríkari verndar en staðhæfingar um staðreyndir. Auk þess var Teitur talinn hafa sett gildisdóminn fram í góðri trú. Því var Teitur sýknaður með vísan til 73. greinar stjórnarskrárinnar um vernd tjáningarfrelsis.Hér má lesa dóminn í heild sinni. Tengdar fréttir Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi. 19. september 2012 11:34 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Myndlíking sem Teitur Atlason greip til þegar hann bloggaði um Gunnlaug Sigmundsson þótti ekki refsiverð aðdróttun að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Teitur líkti Gunnlaugi við mann sem ber á náungum sínum með hamri eftir að Gunnlaugur hafði stefnt honum fyrir meiðyrði. Eins og Vísir greindi frá fyrir stundu var Teitur Atlason sýknaður af bótakröfu Gunnlaugs fyrir Héraðsdómi. Meiðyrðamálið snerist um tvenn ummæli sem Teitur lét falla á bloggsíðu sinni. Gunnlaugur gerði kröfu um að þau yrðu dæmd ómerk.Fyrri krafan Fyrri kröfunni var vísað frá dómi vegna formgalla. Kröfuna settu Gunnlaugur og kona hans fram í sameiningu vegna ummæla um fjölskyldu Gunnlaugs alla sem Teitur birti á bloggi sínu. Hjónunum þótti ummælin stórkostlega móðgandi og meiðandi. Samkvæmt réttarfarsreglum og dómafordæmum er hins vegar ekki heimilt að setja slíka kröfu fram nema hver stefnandi geri sjálfstæða aðgreinda kröfu. Þessi sameiginlega óaðgreinda krafa hjónanna uppfyllti ekki það skilyrði og því varð að vísa henni frá dómi.Hamar.Síðari krafan Hins vegar gerði Gunnlaugur einn kröfu um að ummæli sem Teitur birti um hann á bloggsíðu sinni yrðu dæmd ómerk. Ummælin sem um ræðir voru: „Tilgangi hans er í raun náð með því að setja á loft hamar sem hann hikar ekki við að berja fólk með, gangi það (að hans mati) of langt í gagnrýni sinni á hann sjálfan". Héraðsdómur Reykjavíkur telur að ummælin feli ekki í sér refsiverða aðdróttun samkvæmt skilningi almennra hegningarlaga. Ástæðan er sú að myndlíkingin þykir fela í sér gildisdóm en ekki miðlun staðreynda. Í dómaframkvæmd er viðurkennt að gildisdómar njóti almennt ríkari verndar en staðhæfingar um staðreyndir. Auk þess var Teitur talinn hafa sett gildisdóminn fram í góðri trú. Því var Teitur sýknaður með vísan til 73. greinar stjórnarskrárinnar um vernd tjáningarfrelsis.Hér má lesa dóminn í heild sinni.
Tengdar fréttir Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi. 19. september 2012 11:34 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi. 19. september 2012 11:34