Myndlíkingin þótti ekki refsiverð aðdróttun BBI skrifar 19. september 2012 12:24 Teitur ásamt verjanda sínum, Sigríði Rut Júlíusdóttur. Mynd/GVA Myndlíking sem Teitur Atlason greip til þegar hann bloggaði um Gunnlaug Sigmundsson þótti ekki refsiverð aðdróttun að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Teitur líkti Gunnlaugi við mann sem ber á náungum sínum með hamri eftir að Gunnlaugur hafði stefnt honum fyrir meiðyrði. Eins og Vísir greindi frá fyrir stundu var Teitur Atlason sýknaður af bótakröfu Gunnlaugs fyrir Héraðsdómi. Meiðyrðamálið snerist um tvenn ummæli sem Teitur lét falla á bloggsíðu sinni. Gunnlaugur gerði kröfu um að þau yrðu dæmd ómerk.Fyrri krafan Fyrri kröfunni var vísað frá dómi vegna formgalla. Kröfuna settu Gunnlaugur og kona hans fram í sameiningu vegna ummæla um fjölskyldu Gunnlaugs alla sem Teitur birti á bloggi sínu. Hjónunum þótti ummælin stórkostlega móðgandi og meiðandi. Samkvæmt réttarfarsreglum og dómafordæmum er hins vegar ekki heimilt að setja slíka kröfu fram nema hver stefnandi geri sjálfstæða aðgreinda kröfu. Þessi sameiginlega óaðgreinda krafa hjónanna uppfyllti ekki það skilyrði og því varð að vísa henni frá dómi.Hamar.Síðari krafan Hins vegar gerði Gunnlaugur einn kröfu um að ummæli sem Teitur birti um hann á bloggsíðu sinni yrðu dæmd ómerk. Ummælin sem um ræðir voru: „Tilgangi hans er í raun náð með því að setja á loft hamar sem hann hikar ekki við að berja fólk með, gangi það (að hans mati) of langt í gagnrýni sinni á hann sjálfan". Héraðsdómur Reykjavíkur telur að ummælin feli ekki í sér refsiverða aðdróttun samkvæmt skilningi almennra hegningarlaga. Ástæðan er sú að myndlíkingin þykir fela í sér gildisdóm en ekki miðlun staðreynda. Í dómaframkvæmd er viðurkennt að gildisdómar njóti almennt ríkari verndar en staðhæfingar um staðreyndir. Auk þess var Teitur talinn hafa sett gildisdóminn fram í góðri trú. Því var Teitur sýknaður með vísan til 73. greinar stjórnarskrárinnar um vernd tjáningarfrelsis.Hér má lesa dóminn í heild sinni. Tengdar fréttir Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi. 19. september 2012 11:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Myndlíking sem Teitur Atlason greip til þegar hann bloggaði um Gunnlaug Sigmundsson þótti ekki refsiverð aðdróttun að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Teitur líkti Gunnlaugi við mann sem ber á náungum sínum með hamri eftir að Gunnlaugur hafði stefnt honum fyrir meiðyrði. Eins og Vísir greindi frá fyrir stundu var Teitur Atlason sýknaður af bótakröfu Gunnlaugs fyrir Héraðsdómi. Meiðyrðamálið snerist um tvenn ummæli sem Teitur lét falla á bloggsíðu sinni. Gunnlaugur gerði kröfu um að þau yrðu dæmd ómerk.Fyrri krafan Fyrri kröfunni var vísað frá dómi vegna formgalla. Kröfuna settu Gunnlaugur og kona hans fram í sameiningu vegna ummæla um fjölskyldu Gunnlaugs alla sem Teitur birti á bloggi sínu. Hjónunum þótti ummælin stórkostlega móðgandi og meiðandi. Samkvæmt réttarfarsreglum og dómafordæmum er hins vegar ekki heimilt að setja slíka kröfu fram nema hver stefnandi geri sjálfstæða aðgreinda kröfu. Þessi sameiginlega óaðgreinda krafa hjónanna uppfyllti ekki það skilyrði og því varð að vísa henni frá dómi.Hamar.Síðari krafan Hins vegar gerði Gunnlaugur einn kröfu um að ummæli sem Teitur birti um hann á bloggsíðu sinni yrðu dæmd ómerk. Ummælin sem um ræðir voru: „Tilgangi hans er í raun náð með því að setja á loft hamar sem hann hikar ekki við að berja fólk með, gangi það (að hans mati) of langt í gagnrýni sinni á hann sjálfan". Héraðsdómur Reykjavíkur telur að ummælin feli ekki í sér refsiverða aðdróttun samkvæmt skilningi almennra hegningarlaga. Ástæðan er sú að myndlíkingin þykir fela í sér gildisdóm en ekki miðlun staðreynda. Í dómaframkvæmd er viðurkennt að gildisdómar njóti almennt ríkari verndar en staðhæfingar um staðreyndir. Auk þess var Teitur talinn hafa sett gildisdóminn fram í góðri trú. Því var Teitur sýknaður með vísan til 73. greinar stjórnarskrárinnar um vernd tjáningarfrelsis.Hér má lesa dóminn í heild sinni.
Tengdar fréttir Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi. 19. september 2012 11:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi. 19. september 2012 11:34