Enski boltinn

Mancini: Við getum ekki verið að fá á okkur mark í hverjum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, veit að hann þarf að laga ýmislegt í leik liðsins þrátt fyrir 3-1 sigur á Queens Park Rangers í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn dugar þó meisturunum upp í 2. til 4. sæti deildarinnar.

„Við spiluðum vel í fyrri hálfleiknum en okkar stærsta vandamál núna er að nýta færin sem við sköpum. Við spiluðum ekki vel í seinni hálfleik en það var mikilvægt að fá öll þrjú stigin. Það er mikilvægt því við getum ekki verið að fá á okkur mark í hverjum leik," sagði Roberto Mancini. Queens Park Rangers náði að jafna leikinn í seinni hálfleik en City svaraði með tveimur mörkum.

„Ef við hefðum skorað fleiri mörk í fyrri hálfleiknum þá hefði þetta aldrei orðið leikur. Við sköpuðum okkur fullt af færum fyrir hlé en tókst ekki að klára þau. QPR á hrós skilið því þeir lögðu mikið á sig í þessum leik en við sýndum styrk og karkater með því að landa þessum sigri," sagði Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×