Enski boltinn

Eriksson kominn til Tælands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / GEtty Images
Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, hefur verið ráðinn yfirmaður tæknimála hjá tælenska félaginu BEC Tero Sasana.

Erikssson er 64 ára gamall og hefur komið víða við. Þetta er þó hans fyrsta starf í Asíu en hann var áður stjóri margra þekktustu liða Evrópu sem og landsliðsþjálfari Mexíkó um tíma.

BEC Tero Sasana er staðsett í Bangkok en félagið er nú í fjórða sæti tælensku úrvalsdeildarinnar. Liðið varð síðast meistari fyrir áratug og ætlar sér það að komast aftur á fyrri stall.

Eriksson hefur þjálfað lið eins og Roma, Manchester City, Benfica og Lazio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×