Fótbolti

Bendtner þarf að léttast til að fá að spila með Juve

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicklas Bendtner.
Nicklas Bendtner. Mynd/AFP
Danski framherjinn Nicklas Bendtner er kominn til ítalska félagsins Juventus en það er ekki öruggt að hann fái að spila með liðinu strax. Danska blaðið Tipsbladet hefur heimildir fyrir því að hann fá ekki að spila með ítölsku meisturunum fyrr en hann létti sig.

Bendtner, sem er 24 ára gamall, var að leita sér að nýju félagi í allt sumar. Það var strax ljóst að hann yrði seldur eða lánaður frá Arsenal og því var Daninn ekki með í undirbúningi Arsenal-manna fyrir tímabilið.

Bendtner gerði eins árs lánsamning við Juventus en þarf að fara í gegnum stífar æfingar og strangt matarræði áður en hann fær að hlaupa inn á völlinn í búningi Juve. Juventus byrjar á því að gefa honum tvær vikur til þess að komast í alvöru form en svo verður að koma í ljós hvernig gengur.

Bendtner hefur reyndar þegar orðið fyrir barðinu á gagnrýnendum á Ítalíu enda voru margir að búast við sterkari leikmanni sem gæti gert liðið enn betra. Það efast spekingar um að

Bendtner hafi burði í að gera.

Juve var á eftir mönnum eins og Robin van Persie (Manchester United), Edinson Cavani (Napoli), Stevan Jovetic (Fiorentina), Edin Dzeko (Manchester City) eða Fernando Llorente (Bilbao) en varð að sætta sig við danska landsliðsframherjann. Það þótti sumum ekki alltof góð tíðindi nú þegar liðið snýr aftur í Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×