Enski boltinn

Van der Vaart seldur til Hamburg

Staða Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham batnaði í dag þegar Hollendingurinn Rafael van der Vaart var seldur til Hamburg í Þýskalandi.

Gylfi og Van der Vaart hafa barist um sæti í byrjunarliði Tottenham í upphafi leiktiðar. Gylfi byrjaði fyrsta leikinn en vék svo í næsta leik fyrir Van der Vaart.

Hollendingurinn hefur verið í Hamburg í allan dag vegna málsins og er nú búinn að ná samkomulagi við félagið.

Van der Vaart þekkir vel til hjá félaginu eftir að hafa leikið þar á árum áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×