Enski boltinn

Fulham hafnaði tilboði Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Fulham hafnað nýjasta tilboði Liverpool í framherjann Clint Dempsey.

Liverpool hefur verið lengi á höttunum eftir Dempsey en talsvert hefur borið á milli aðila í viðræðum um kaupverð.

Stutt er í að lokað verði fyrir félagaskipti í Englandi og því þarf Liverpool að bregðast skjótt við til að ganga frá kaupunum.

Samkvæmt BBC hefur nú Tottenham áhuga á að fá Dempsey í sínar raðir og gæti það hafa flækt málin. Fulham vill fá sjö milljónir punda fyrir kappann en hann er 29 ára gamall.

Aston Villa hafði einnig áhuga á Dempsey og var Fulham búið að samþykkja tilboð frá félaginu. Dempsey sjálfur hafði hins vegar ekki áhuga á að ganga til liðs við Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×