Enski boltinn

Ryan Taylor meiddist illa á hné

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ryan Taylor, varnarmaður Newcastle, verður frá næstu mánuðina eftir að hafa skaddað krossband í hné á dögunum.

Meiðslin áttu sér stað í leik liðsins gegn gríska liðinu Atromitos í forkeppni Evrópudeildar UEFA. Newcastle vann leikinn, 1-0.

Taylor gekk í raðir Newcastle frá Wigan árið 2009 og var í byrjunarliði Newcastle í 23 deildarleikjum á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×