Luis Suarez, framherji Liverpool, stal senunni í markalausu jafntefli liðsins gegn Tottenham á Anfield í gærkvöldi. Suarez var í leikmannahópi Liverpool í fyrsta sinn eftir 9 leikja keppnisbann og kom hann inná sem varamaður á 65. mínútu.
Aðeins þremur mínútum síðar fékk hann gult spjalt fyrir að sparka í kviðinn á Scott Parker í vítateignum. Aðeins nokkrum sekúndum áður en það umdeilda atvik gerðist náði ljósmyndarinn Andrew Yates hjá AFP þessum myndum af baráttu Suarez og Parker.
Suarez virðist vera með puttann á kafi í hægra auganu á Scott, og myndirnar segja allt sem segja þarf. Margir hafa tjáð sig um sparkið hjá Suarez og eru skiptar skoðanir um hvort hann hafi átt að fá rautt spjald fyrir.
Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan.
Þetta gerðist rétt áður en Suarez sparkaði í Parker
Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn




De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn
