Erlent

Mark David Chapman synjað um reynslulausn

Mark á yngri árum.
Mark á yngri árum.
Skilorðsnefnd fangelsismálastofnunar í New York hafnaði í dag í sjöunda skiptið að sleppa Mark David Chapman lausum, en hann myrti tónlistarmanninn John Lennon í desember árið 1980.

Í svarbréfi nefndarinnar kemur fram að tekið hafi verið tillit til góðra hegðunar Chapmans í fangelsiskerfinu auk námsárangurs sem hann hefur sýnt, en það sé þó ekki nóg. Ekki sé forsvaranlegt að sleppa honum lausum sé tekið mið af glæpnum sem var framin af yfirlögðu ráði. Þá kemur einnig fram í svarinu að það myndi grafa undan réttarkerfinu ef honum yrði sleppt lausum.

Chapman, sem er 57 ára gamall, var dæmdur í tuttugu ára til lífstíðarfangelsis árið 1981. Hann getur sótt um reynslulausn í áttunda skiptið eftir tvö ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×