Erlent

Tvær stúlkur úr Pussy Riot flýja Rússland

BBI skrifar

Tveir stúlkur úr pönksveitinni Pussy Riot hafa flúið Rússland til að sleppa undan saksókn. Stúlkurnar tvær tóku þátt í pönk-bæna gjörningnum í dómkirkju í febrúar.

Þrjár stúlkur úr hljómsveitinni hafa þegar verið dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir aðild sína að pönkbæninni. Lögreglan hefur leitað annarra meðlima hljómsveitarinnar sem tóku þátt í bæninni en þær hafa farið huldu höfði síðan. Eftir að dómurinn var kveðinn upp þann 17. ágúst var gefinn út handtökuskipun á hendur öðrum meðlimum hljómsveitarinnar. Tvær þeirra hafa nú flúið Rússland.

Í yfirlýsingu á Twitter kom fram að þær væru nú að safna erlendum feministum til að undirbúa frekari aðgerðir.

Eiginmaður einnar stúlkunnar sem situr í fangelsi vegna uppákomunnar í kirkjunni sagði að stúlkurnar tvær væru nú óhultar og gaf í skyn að þær hefðu flúið til lands sem ekki hefur framsalssamning við Rússland. „En við megum ekki gleyma því að 12 eða 14 meðlimir hljómsveitarinnar eru enn í Rússlandi og taka virkan þátt í störfum þess. Þetta er stór hreyfing," sagði hann.

The Guardian segir frá þessu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×