Erlent

Maðurinn sem sá um yfirheyrslur yfir Breivik verið kallaður til

Leitin að hinni sextán ára gömlu Sigrid Scjetne sem hvarf sporlaust í Noregi síðustu viku hefur engan árangur borið.
Leitin að hinni sextán ára gömlu Sigrid Scjetne sem hvarf sporlaust í Noregi síðustu viku hefur engan árangur borið.
Leitin að hinni sextán ára gömlu Sigrid Scjetne sem hvarf sporlaust í Noregi síðustu viku hefur engan árangur borið. Fjöldi sjálfboðaliða hefur aðstoðað lögreglu við leitina en einn helsti sérfræðingur landsins á sviði réttarsálfræði og yfirheyrslna hefur verið kallaður til.

Tíu dagar eru síðan hin sextán ára gamla Sigrid Scjetne hvarf sporlaust, steinsnar frá heimili sínu í Ósló. Hennar hefur verið leitað ákaft síðan en grunur leikur á að hún hafi verið numin á brott þegar hún var á leið heim til sín.

Eigur hennar fundust nokkur hundruð metra frá heimili hennar í síðustu viku. Um er að ræða skó, sokk og farsíma og hefur lögreglan staðfest að um eigur Sigridar er að ræða.

Einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði réttarsálfræði og yfirheyrslna, Ásbjörn Rachlew hefur verið kallaður til en hann var meðal annars ráðgjafi lögreglunnar í yfirheyrslunum yfir Anders Behring Breivik. Vonast lögregla til þess að hann geti aðstoðað vitni sem sáu Sigrid skömmu áður en hún hvarf til þess að muna hluti sem þeir tóku eftir óafvitandi.

Lögreglunni í Ósló hefur borist rúmlega eitt þúsund vísbendingar frá almenningi en fjöldi sjálfboðaliða hefur aðstoðað við leitina.

Hanne Kristin Rohde, lögregluvarðstjóri í Ósló, stjórnar aðgerðum. Hún hefur ítrekað að allar ábendingar verði skoðaðar og að leit verði ekki hætt fyrr en hún beri árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×