Erlent

Madonna vill frelsun Pussy Riot

Poppstjarnan Madonna hvetur yfirvöld í Rússlandi til þess að fella niður kærur á hendur meðlimum pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot.

Stúlkurnar þrjá stóðu fyrir svokallaðri pönkbæn í dómkirkju í Moskvu í febrúar. Þær hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá og eru sakaðar um guðlast.

Madonna var stödd í Moskvu í gær. Hún sagðist hafa barist gegn ritskoðun alla sína tíð. Þá hafi velgengni hennar verið ómögulegt hefði tónlist henna verið ritskoðuð. Stúlkurnar eiga sjö ára fangelsisdóm yfir höfði sér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×