Upplýst að Havelange og Teixeira þáðu mútur í starfi hjá FIFA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2012 18:41 Joao Havelange og Ricardo Teixeira þáðu fúlgur fjár í mútur í starfi sínu á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA. Þetta kemur fram í skýrslu sem afhent var fjölmiðlum í dag. Havelange gegndi stöðu forseta FIFA frá árinu 1974 allt til ársins 1998. Staðfest er að Brasilíumaðurinn hafi þegið 1,5 milljónir svissneskra franka í mútur árið 1997 frá svissneska markaðsfyrirtækinu ISL sem síðar varð gjaldþrota. Upphæðin nemur rúmum tvö hundruð milljónum íslenskra króna ef miðað er við gengi gjaldmiðlanna í dag (72 milljónir íslenskra króna á þávirði). ISL var í miklu samstarfi við FIFA á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Fyrirtækið sá um markaðssetningu heimsmeistaramótanna í knattspyrnu en dæmi voru um að fyrirtækinu væri úthlutað heimsmeistaramóti án þess að tilboð þess væri það hagstæðasta fyrir FIFA. Blatter vissi af mútugreiðslunniÍ skýrslunni kemur ennfremur fram að Sepp Blatter, núverandi forseti FIFA sem tók við embætti af Havelange árið 1998, hafi vitað af mútugreiðslunni til Brasilíumannsins árið 1997. Blatter gegndi stöðu framkvæmdarstjóra FIFA áður en hann tók við forsetaembættinu. Greiðslan var líkast til fyrir mistök lögð inn á reikning FIFA en nafn Havelange, þáverandi forseta, var sett sem skýring við greiðsluna. Hávær orðrómur hefur verið um spillingu innan FIFA undanfarin ár. Í fréttaskýringaþættinum Panorama sem BBC heldur úti hafa Havelange og Teixeira ásamt fleirum háttsettum embættismönnum innan FIFA verið ásakaðir um mútuþægni. Þátturinn sem sendur var út 2010 er aðgengilegur hér og sá síðari frá 2011 hér. Skýrslan sem birtist í dag er tveggja ára gömul og á rætur sínar að rekja til dómsmáls í Sviss. Ákærur á hendur tvímenningunum voru hins vegar felldar niður eftir að Havelange og Teixeira samþykktu að greiða skaðabætur. Skaðabótaupphæðin nam 5,5 milljónum svissneskra franka eða um 740 milljónir íslenskra króna sé miðað við gengi dagsins í dag. Gögnin höfðu til þessa ekki verið gerð opinberuð en sú varð loks raunin í dag þegar Hæstiréttur Sviss veitti fimm fjölmiðlum eintök af skýrslunni. Heildarupphæðin mögulega hærriTeixeira, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins frá árinu 1989 þar til fyrr á þessu ári er hann sagði af sér, er sagður hafa þegið 12,7 milljónir svissneskra franka í mútur á árunum 1992-1997. Upphæðin nemur 1,7 milljarði íslenskra króna ef miðað er við gengi gjaldmiðlanna í dag. Upphæðirnar sem hér hafa verið nefndar eru þær einu sem hægt er að tengja Brasilíumönnunum með beinum hætti. Í skýrslunni kemur þó fram að möguleiki sé á að heildarupphæðin hafi verið 21,9 milljónir svissneskra franka. Havelange og Teixeira eru einu starfsmenn FIFA sem nafngreindir eru í skýrslunni. Teixeira, sem einnig er Brasilíumaður, er fyrrverandi tengdasonur Havelange. Havelange er heiðursforseti FIFA en hætti setu í Alþjóða Ólympíunefndinni (IOC) eftir 48 ára setu í desember síðastliðnum. Það gerði hann nokkrum dögum áður en setja átti hann úr embætti eftir sjálfstæða rannsókn IOC á tengslum Havelange við ISL. Teixeira hætti bæði sem forseti brasilíska knattspyrnusambandsins og gaf sæti sitt í skipulagsnefnd heimsmeistaramótsins í Brasilíu 2014 á sama tíma. Hann lét einnig nýlega af störfum í framkvæmdaráði FIFA vegna slæms heilsufars. Hinn 96 ára gamli Havelange er við slæma heilsu og var lagður inn á sjúkrahúsi í Ríó de Janeira í vetur vegna sýkingarliðbólgu. Fótbolti Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Sjá meira
Joao Havelange og Ricardo Teixeira þáðu fúlgur fjár í mútur í starfi sínu á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA. Þetta kemur fram í skýrslu sem afhent var fjölmiðlum í dag. Havelange gegndi stöðu forseta FIFA frá árinu 1974 allt til ársins 1998. Staðfest er að Brasilíumaðurinn hafi þegið 1,5 milljónir svissneskra franka í mútur árið 1997 frá svissneska markaðsfyrirtækinu ISL sem síðar varð gjaldþrota. Upphæðin nemur rúmum tvö hundruð milljónum íslenskra króna ef miðað er við gengi gjaldmiðlanna í dag (72 milljónir íslenskra króna á þávirði). ISL var í miklu samstarfi við FIFA á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Fyrirtækið sá um markaðssetningu heimsmeistaramótanna í knattspyrnu en dæmi voru um að fyrirtækinu væri úthlutað heimsmeistaramóti án þess að tilboð þess væri það hagstæðasta fyrir FIFA. Blatter vissi af mútugreiðslunniÍ skýrslunni kemur ennfremur fram að Sepp Blatter, núverandi forseti FIFA sem tók við embætti af Havelange árið 1998, hafi vitað af mútugreiðslunni til Brasilíumannsins árið 1997. Blatter gegndi stöðu framkvæmdarstjóra FIFA áður en hann tók við forsetaembættinu. Greiðslan var líkast til fyrir mistök lögð inn á reikning FIFA en nafn Havelange, þáverandi forseta, var sett sem skýring við greiðsluna. Hávær orðrómur hefur verið um spillingu innan FIFA undanfarin ár. Í fréttaskýringaþættinum Panorama sem BBC heldur úti hafa Havelange og Teixeira ásamt fleirum háttsettum embættismönnum innan FIFA verið ásakaðir um mútuþægni. Þátturinn sem sendur var út 2010 er aðgengilegur hér og sá síðari frá 2011 hér. Skýrslan sem birtist í dag er tveggja ára gömul og á rætur sínar að rekja til dómsmáls í Sviss. Ákærur á hendur tvímenningunum voru hins vegar felldar niður eftir að Havelange og Teixeira samþykktu að greiða skaðabætur. Skaðabótaupphæðin nam 5,5 milljónum svissneskra franka eða um 740 milljónir íslenskra króna sé miðað við gengi dagsins í dag. Gögnin höfðu til þessa ekki verið gerð opinberuð en sú varð loks raunin í dag þegar Hæstiréttur Sviss veitti fimm fjölmiðlum eintök af skýrslunni. Heildarupphæðin mögulega hærriTeixeira, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins frá árinu 1989 þar til fyrr á þessu ári er hann sagði af sér, er sagður hafa þegið 12,7 milljónir svissneskra franka í mútur á árunum 1992-1997. Upphæðin nemur 1,7 milljarði íslenskra króna ef miðað er við gengi gjaldmiðlanna í dag. Upphæðirnar sem hér hafa verið nefndar eru þær einu sem hægt er að tengja Brasilíumönnunum með beinum hætti. Í skýrslunni kemur þó fram að möguleiki sé á að heildarupphæðin hafi verið 21,9 milljónir svissneskra franka. Havelange og Teixeira eru einu starfsmenn FIFA sem nafngreindir eru í skýrslunni. Teixeira, sem einnig er Brasilíumaður, er fyrrverandi tengdasonur Havelange. Havelange er heiðursforseti FIFA en hætti setu í Alþjóða Ólympíunefndinni (IOC) eftir 48 ára setu í desember síðastliðnum. Það gerði hann nokkrum dögum áður en setja átti hann úr embætti eftir sjálfstæða rannsókn IOC á tengslum Havelange við ISL. Teixeira hætti bæði sem forseti brasilíska knattspyrnusambandsins og gaf sæti sitt í skipulagsnefnd heimsmeistaramótsins í Brasilíu 2014 á sama tíma. Hann lét einnig nýlega af störfum í framkvæmdaráði FIFA vegna slæms heilsufars. Hinn 96 ára gamli Havelange er við slæma heilsu og var lagður inn á sjúkrahúsi í Ríó de Janeira í vetur vegna sýkingarliðbólgu.
Fótbolti Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Sjá meira