Upplýst að Havelange og Teixeira þáðu mútur í starfi hjá FIFA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2012 18:41 Joao Havelange og Ricardo Teixeira þáðu fúlgur fjár í mútur í starfi sínu á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA. Þetta kemur fram í skýrslu sem afhent var fjölmiðlum í dag. Havelange gegndi stöðu forseta FIFA frá árinu 1974 allt til ársins 1998. Staðfest er að Brasilíumaðurinn hafi þegið 1,5 milljónir svissneskra franka í mútur árið 1997 frá svissneska markaðsfyrirtækinu ISL sem síðar varð gjaldþrota. Upphæðin nemur rúmum tvö hundruð milljónum íslenskra króna ef miðað er við gengi gjaldmiðlanna í dag (72 milljónir íslenskra króna á þávirði). ISL var í miklu samstarfi við FIFA á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Fyrirtækið sá um markaðssetningu heimsmeistaramótanna í knattspyrnu en dæmi voru um að fyrirtækinu væri úthlutað heimsmeistaramóti án þess að tilboð þess væri það hagstæðasta fyrir FIFA. Blatter vissi af mútugreiðslunniÍ skýrslunni kemur ennfremur fram að Sepp Blatter, núverandi forseti FIFA sem tók við embætti af Havelange árið 1998, hafi vitað af mútugreiðslunni til Brasilíumannsins árið 1997. Blatter gegndi stöðu framkvæmdarstjóra FIFA áður en hann tók við forsetaembættinu. Greiðslan var líkast til fyrir mistök lögð inn á reikning FIFA en nafn Havelange, þáverandi forseta, var sett sem skýring við greiðsluna. Hávær orðrómur hefur verið um spillingu innan FIFA undanfarin ár. Í fréttaskýringaþættinum Panorama sem BBC heldur úti hafa Havelange og Teixeira ásamt fleirum háttsettum embættismönnum innan FIFA verið ásakaðir um mútuþægni. Þátturinn sem sendur var út 2010 er aðgengilegur hér og sá síðari frá 2011 hér. Skýrslan sem birtist í dag er tveggja ára gömul og á rætur sínar að rekja til dómsmáls í Sviss. Ákærur á hendur tvímenningunum voru hins vegar felldar niður eftir að Havelange og Teixeira samþykktu að greiða skaðabætur. Skaðabótaupphæðin nam 5,5 milljónum svissneskra franka eða um 740 milljónir íslenskra króna sé miðað við gengi dagsins í dag. Gögnin höfðu til þessa ekki verið gerð opinberuð en sú varð loks raunin í dag þegar Hæstiréttur Sviss veitti fimm fjölmiðlum eintök af skýrslunni. Heildarupphæðin mögulega hærriTeixeira, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins frá árinu 1989 þar til fyrr á þessu ári er hann sagði af sér, er sagður hafa þegið 12,7 milljónir svissneskra franka í mútur á árunum 1992-1997. Upphæðin nemur 1,7 milljarði íslenskra króna ef miðað er við gengi gjaldmiðlanna í dag. Upphæðirnar sem hér hafa verið nefndar eru þær einu sem hægt er að tengja Brasilíumönnunum með beinum hætti. Í skýrslunni kemur þó fram að möguleiki sé á að heildarupphæðin hafi verið 21,9 milljónir svissneskra franka. Havelange og Teixeira eru einu starfsmenn FIFA sem nafngreindir eru í skýrslunni. Teixeira, sem einnig er Brasilíumaður, er fyrrverandi tengdasonur Havelange. Havelange er heiðursforseti FIFA en hætti setu í Alþjóða Ólympíunefndinni (IOC) eftir 48 ára setu í desember síðastliðnum. Það gerði hann nokkrum dögum áður en setja átti hann úr embætti eftir sjálfstæða rannsókn IOC á tengslum Havelange við ISL. Teixeira hætti bæði sem forseti brasilíska knattspyrnusambandsins og gaf sæti sitt í skipulagsnefnd heimsmeistaramótsins í Brasilíu 2014 á sama tíma. Hann lét einnig nýlega af störfum í framkvæmdaráði FIFA vegna slæms heilsufars. Hinn 96 ára gamli Havelange er við slæma heilsu og var lagður inn á sjúkrahúsi í Ríó de Janeira í vetur vegna sýkingarliðbólgu. Fótbolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Joao Havelange og Ricardo Teixeira þáðu fúlgur fjár í mútur í starfi sínu á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA. Þetta kemur fram í skýrslu sem afhent var fjölmiðlum í dag. Havelange gegndi stöðu forseta FIFA frá árinu 1974 allt til ársins 1998. Staðfest er að Brasilíumaðurinn hafi þegið 1,5 milljónir svissneskra franka í mútur árið 1997 frá svissneska markaðsfyrirtækinu ISL sem síðar varð gjaldþrota. Upphæðin nemur rúmum tvö hundruð milljónum íslenskra króna ef miðað er við gengi gjaldmiðlanna í dag (72 milljónir íslenskra króna á þávirði). ISL var í miklu samstarfi við FIFA á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Fyrirtækið sá um markaðssetningu heimsmeistaramótanna í knattspyrnu en dæmi voru um að fyrirtækinu væri úthlutað heimsmeistaramóti án þess að tilboð þess væri það hagstæðasta fyrir FIFA. Blatter vissi af mútugreiðslunniÍ skýrslunni kemur ennfremur fram að Sepp Blatter, núverandi forseti FIFA sem tók við embætti af Havelange árið 1998, hafi vitað af mútugreiðslunni til Brasilíumannsins árið 1997. Blatter gegndi stöðu framkvæmdarstjóra FIFA áður en hann tók við forsetaembættinu. Greiðslan var líkast til fyrir mistök lögð inn á reikning FIFA en nafn Havelange, þáverandi forseta, var sett sem skýring við greiðsluna. Hávær orðrómur hefur verið um spillingu innan FIFA undanfarin ár. Í fréttaskýringaþættinum Panorama sem BBC heldur úti hafa Havelange og Teixeira ásamt fleirum háttsettum embættismönnum innan FIFA verið ásakaðir um mútuþægni. Þátturinn sem sendur var út 2010 er aðgengilegur hér og sá síðari frá 2011 hér. Skýrslan sem birtist í dag er tveggja ára gömul og á rætur sínar að rekja til dómsmáls í Sviss. Ákærur á hendur tvímenningunum voru hins vegar felldar niður eftir að Havelange og Teixeira samþykktu að greiða skaðabætur. Skaðabótaupphæðin nam 5,5 milljónum svissneskra franka eða um 740 milljónir íslenskra króna sé miðað við gengi dagsins í dag. Gögnin höfðu til þessa ekki verið gerð opinberuð en sú varð loks raunin í dag þegar Hæstiréttur Sviss veitti fimm fjölmiðlum eintök af skýrslunni. Heildarupphæðin mögulega hærriTeixeira, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins frá árinu 1989 þar til fyrr á þessu ári er hann sagði af sér, er sagður hafa þegið 12,7 milljónir svissneskra franka í mútur á árunum 1992-1997. Upphæðin nemur 1,7 milljarði íslenskra króna ef miðað er við gengi gjaldmiðlanna í dag. Upphæðirnar sem hér hafa verið nefndar eru þær einu sem hægt er að tengja Brasilíumönnunum með beinum hætti. Í skýrslunni kemur þó fram að möguleiki sé á að heildarupphæðin hafi verið 21,9 milljónir svissneskra franka. Havelange og Teixeira eru einu starfsmenn FIFA sem nafngreindir eru í skýrslunni. Teixeira, sem einnig er Brasilíumaður, er fyrrverandi tengdasonur Havelange. Havelange er heiðursforseti FIFA en hætti setu í Alþjóða Ólympíunefndinni (IOC) eftir 48 ára setu í desember síðastliðnum. Það gerði hann nokkrum dögum áður en setja átti hann úr embætti eftir sjálfstæða rannsókn IOC á tengslum Havelange við ISL. Teixeira hætti bæði sem forseti brasilíska knattspyrnusambandsins og gaf sæti sitt í skipulagsnefnd heimsmeistaramótsins í Brasilíu 2014 á sama tíma. Hann lét einnig nýlega af störfum í framkvæmdaráði FIFA vegna slæms heilsufars. Hinn 96 ára gamli Havelange er við slæma heilsu og var lagður inn á sjúkrahúsi í Ríó de Janeira í vetur vegna sýkingarliðbólgu.
Fótbolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira