Innlent

Íslenskar kartöflur í verslanir fyrir helgi

BBI skrifar
Mynd/Getty
Nú er verið að pakka fyrstu uppskerunni af íslenskum kartöflum. Þær verða sendar í verslanir á höfuðborgarsvæðinu á morgun eða föstudag.

Aö sögn Bjarna Jónssonar, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda, er uppskeran góð, ekki síst með tilliti til þess að einmuna þurrkatíð hefur verið þetta árið. „Kartöflubændur hafa margir komið sér upp vökvunarkerfum og það bjargar þeim þegar tíðarfarið er svona," segir Bjarni.

Eftirspurnin eftir íslenskum kartöflum er gríðarleg fyrst eftir að þær koma í verslanir. „Það dugar því engan veginn að vera bara með nokkur hundruð kíló," segir Bjarni. Hann veit ekki nákvæmlega hve mikið magn hefur verið tekið upp en telur að það ætti að anna eftirspurn.

Kartöflurnar koma fyrst í verslanir á höfuðborgarsvæðinu og strax í kjölfarið um allt suðurland og suðvesturland að sögn Bjarna. Kartöflur á norðurlandi gætu komið eitthvað síðar vegna veðurfars þar á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×