Innlent

Bjartsýn á góða niðurstöðu fyrir Mannréttindadómstóli

„Ég er náttúrulega rosalega fegin og mjög spennt," segir Björk Eiðsdóttir, blaðamaður, en mannréttindadómstóll Evrópu mun kveða upp dóm í máli hennar og Erlu Hlynsdóttur, kollega hennar, á þriðjudaginn.

Björk og Erla voru dæmdar til að greiða skaðabætur vegna ummæla sem þær höfðu eftir viðmælendum sínum í beinni ræðu. Málið snerist um greinar sem þær skrifuðu um nektardansstaðina Goldfinger og Strawberries.

Lögmaður, Gunnar Ingi Jóhannsson, þeirra sendi inn kæru til Mannréttindadómstólsins í kjölfar dómsins. Hann telur niðurstöðu dómstóla hér á landi stangast á við ákvæði mannréttindasáttmálans um tjáningarfrelsi.

„Ég er mjög bjartsýn segir," segir Björk. „Þetta hefur áhrif á okkur öll, blaðamennina, enda er dómurinn er fordæmisgefandi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×