George Baldock, miðjumaður ÍBV, og Andri Þór Jónsson, varnarmaður Fylkis, verða fjarri góðu gamni í bikarleikjum liðanna í vikunni. Kapparnir taka út leikbann í leikjum liða sinna.
Baldock var úrskurðaður í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna fjögurra gulra spjald. Baldcock er um leið fyrsti leikmaður efstu deildar karla til þess að næla sér í fjögur gul en hann hefur komið við sögu í öllum sex leikjum ÍBV á tímabilinu.
Baldock missir því af viðureign ÍBV og Víkings frá Ólafsvík á Snæfellsnesi á þriðjudaginn í næstu viku.
Andri Þór, sem rekinn var af velli með beint rautt spjald í 8-0 tapi Fylkis gegn FH síðastliðinn laugardag, var úrskurðaður í eins leiks bann.
Hann missir af bikarleik Fylkis þar sem andstæðingurinn er aftur FH. Leikur liðanna fer fram í Kaplakrika á föstudagskvöld.
Þá var Mist Edvarsdóttir, miðvörður Vals, úrskurðuð í eins leiks bann. Mist hefur þegar tekið út leikbann sitt en hún sat hjá í 2-1 sigri Vals gegn KR á mánudagskvöldið.
Leikmenn sem vikið er af velli fara sjálfkrafa í leikbann í næsta leik hið minnsta óháð skýrslu aga- og úrskurðarnefndar sem birt er á þriðjudögum. Aga- og úrskurðarnefnd getur þó ákveðið að lengja leikbannið gefi skýrsla dómara tilefnis til slíks.
Andri Þór og Baldock í banni í bikarnum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn

Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn


Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði
Íslenski boltinn

Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn



Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn

Isak utan vallar en þó í forgrunni
Enski boltinn