Fjölnismenn á toppinn í 1.deildinni - úrslit dagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2012 16:04 Fimm leikir fóru fram í fimmtu umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag og bæði Fjölnir og Haukar komust upp fyrir topplið Þórs sem spilar ekki fyrr en á mánudaginn. Haukarnir unnu 2-0 sigur á Leiknismönnum sem eru enn án sigurs í sumar. Fjölnismenn fengu góða hjálp frá mótherjanum í 6-2 útisigri á Víkingum en Víkingar, sem komust í 1-0 og 2-1, skoruðu tvö sjálfsmörk í leiknum. Fjölnismenn skoruðu fimm mörk í seinni hálfleik í 6-2 stórsigri í Víkinni en þetta var fyrsta tap Víkingsliðsins undir stjórn Ólafs Þórðarsonar. Helgi Sigurðsson opnaði markareikning sinn í sumar snemma leiks og Víkingsliðið komst í 1-0 og 2-1. Fjölnismenn gerðu jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa núna unnið þrjá leiki í röð og skorað í þeim fjórtán mörk. Fjölnir og Haukar eru bæði taplaus og með 11 stig en Fjölnir er með betri markatölu og situr því á toppnum. Bæði mörk Hauka í 2-1 sigri á botnliði Leiknis komu í seinni hálfeik en lærisveinar Willums Þórs Þórssonar í efra Breiðholtinu hafa aðeins náð í tvö stig í fyrstu fimm umferðunum. Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði mark Leiknis undir lokin en fékk rauða spjaldið mínútu síðar. Víkingar úr Ólafsvík og ÍR-ingar unnu bæði endurkomusigur í sínum leikjum en KA og Tindastóll gerðu síðan jafntefli í fimmta og síðasta leik dagsins. Víkingar úr Ólafsvík eru með 10 stig og komust því líka upp fyrir Þór sem var á toppnum fyrir leiki dagsins.Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í dag:Haukar - Leiknir R. 2-1 1-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (53.), 2-0 Hilmar Trausti Arnarsson, víti (61.(), 2-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson (89.)ÍR - Höttur 2-1 0-1 Þórarinn Máni Borgþórsson (9.), 1-1 Halldór Arnarsson (51.), 2-1 Elvar Páll Sigurðsson (56.)Víkingur R. - Fjölnir 2-6 1-0 Helgi Sigurðsson (14.), 1-1 Sjálfsmark (16.), 2-1 Sjálfsmark (23.), 2-2 Sjálfsmark, 2-3 Pablo Punyed (66.), 2-4 Ágúst Örn Arnarson (70.),2-5 Bergsveinn Ólafsson (83.), 2-6 Ásgeir Aron Ásgeirsson (86.)KA - Tindastóll 2-2 0-1 Ben J Everson (11.), 1-1 Brian Gilmour (15.), 2-1 Ævar Ingi Jóhannesson (28.), 2-2 Ingvi Hrannar Ómarsson (44.)Víkingur Ó. - Þróttur R. 2-1 0-1 Oddur Björnsson (70.), 1-1 Eldar Masic (75.), 2-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (82.) Upplýsingar um markaskorara í leikjunum eru fengnar að hluta frá fótbolti.net og að hluta frá úrslit.net. Íslenski boltinn Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í fimmtu umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag og bæði Fjölnir og Haukar komust upp fyrir topplið Þórs sem spilar ekki fyrr en á mánudaginn. Haukarnir unnu 2-0 sigur á Leiknismönnum sem eru enn án sigurs í sumar. Fjölnismenn fengu góða hjálp frá mótherjanum í 6-2 útisigri á Víkingum en Víkingar, sem komust í 1-0 og 2-1, skoruðu tvö sjálfsmörk í leiknum. Fjölnismenn skoruðu fimm mörk í seinni hálfleik í 6-2 stórsigri í Víkinni en þetta var fyrsta tap Víkingsliðsins undir stjórn Ólafs Þórðarsonar. Helgi Sigurðsson opnaði markareikning sinn í sumar snemma leiks og Víkingsliðið komst í 1-0 og 2-1. Fjölnismenn gerðu jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa núna unnið þrjá leiki í röð og skorað í þeim fjórtán mörk. Fjölnir og Haukar eru bæði taplaus og með 11 stig en Fjölnir er með betri markatölu og situr því á toppnum. Bæði mörk Hauka í 2-1 sigri á botnliði Leiknis komu í seinni hálfeik en lærisveinar Willums Þórs Þórssonar í efra Breiðholtinu hafa aðeins náð í tvö stig í fyrstu fimm umferðunum. Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði mark Leiknis undir lokin en fékk rauða spjaldið mínútu síðar. Víkingar úr Ólafsvík og ÍR-ingar unnu bæði endurkomusigur í sínum leikjum en KA og Tindastóll gerðu síðan jafntefli í fimmta og síðasta leik dagsins. Víkingar úr Ólafsvík eru með 10 stig og komust því líka upp fyrir Þór sem var á toppnum fyrir leiki dagsins.Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í dag:Haukar - Leiknir R. 2-1 1-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (53.), 2-0 Hilmar Trausti Arnarsson, víti (61.(), 2-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson (89.)ÍR - Höttur 2-1 0-1 Þórarinn Máni Borgþórsson (9.), 1-1 Halldór Arnarsson (51.), 2-1 Elvar Páll Sigurðsson (56.)Víkingur R. - Fjölnir 2-6 1-0 Helgi Sigurðsson (14.), 1-1 Sjálfsmark (16.), 2-1 Sjálfsmark (23.), 2-2 Sjálfsmark, 2-3 Pablo Punyed (66.), 2-4 Ágúst Örn Arnarson (70.),2-5 Bergsveinn Ólafsson (83.), 2-6 Ásgeir Aron Ásgeirsson (86.)KA - Tindastóll 2-2 0-1 Ben J Everson (11.), 1-1 Brian Gilmour (15.), 2-1 Ævar Ingi Jóhannesson (28.), 2-2 Ingvi Hrannar Ómarsson (44.)Víkingur Ó. - Þróttur R. 2-1 0-1 Oddur Björnsson (70.), 1-1 Eldar Masic (75.), 2-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (82.) Upplýsingar um markaskorara í leikjunum eru fengnar að hluta frá fótbolti.net og að hluta frá úrslit.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira