Erlent

Vill ekki að upptakan af skókastaranum komist til fjölmiðla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Lippestad (th) er aðalverjandi Breiviks.
Geir Lippestad (th) er aðalverjandi Breiviks. mynd/ afp.
Geir Lippestad, verjandi fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik, og saksóknarar óttast að sagan kunni að endurtaka sig ef fjölmiðlar fá afhentar upptökur af því þegar ungur maður henti skó og hrópaði í áttina að Breivik við réttarhöldin í dag.

Ungi maðurinn sem um ræðir er bróðir pilts sem kom til Noregs einsamall síðasta sumar og var myrtur í Útey. Honum var umsvifalaust vísað út úr dómsalnum í lögreglufylgd eftir atvikið í dag.

Norska ríkisútvarpið og nokkur dagblöð hafa óskað eftir því að fá upptökur af atvikinu eða Lippestad og saksóknarar leggjast gegn því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×