Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Stjarnan 0-1 Henry Birgir Gunnarsson á Nettóvellinum skrifar 14. maí 2012 16:56 Mynd/Anton Það var þungu fargi létt af Stjörnumönnum í kvöld er þeir unnu sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar. Þeir lögðu þá Keflavík, 0-1, suður með sjó. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Stjörnumenn voru miklu betri nær allan leikinn. Þeir sóttu án afláts í fyrri hálfleik á meðan Keflvíkingar komust vart yfir miðju. Stjörnumenn hefðu klárlega getað skorað fleiri mörk þá. Eina markið kom úr öruggri vítaspyrnu Halldórs Orra. Vítið var dæmt á Ómar, markvörð Keflvíkinga. Kennie Chopart komst þá í gegn, rak tána í boltann og fór síðan í Ómar. Víti dæmt og Ómar fékk gult. Keflvíkingar unnu sig aðeins inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Beittu stungusendingum á Guðmund Steinarsson sem var skynsamlegt enda varnarlína Stjörnunnar ekki í miklum takti. Guðmundur fékk besta færi fyrri hálfleiks er rangstöðutaktík Stjörnumanna klikkaði. Komst einn á auðan sjó en hitti ekki markið þó svo hann hefði allan tímann í heiminum. Þarna hefði Guðmundur átt að gera mun betur. Hann fékk annað dauðafæri í síðari hálfleik er rangstöðutaktíkin klikkaði enn á ný. Að þessu sinni kom hann boltanum á markið en Ingvar Jónsson varði vel en hann var öryggið uppmálað í búrinu. Það var í raun það eina markverða sem gerðist í skelfilega leiðinlegum síðari hálfleik. Miðjumoðið allsráðandi og bæði lið mistæk á síðasta þriðjungi vallarins. Keflvíkingar mjög ósáttir við Kristin Jakobsson dómara en ofanrituðum fannst hann leysa verkefnið vel heilt yfir. Arnór Ingvi framan af sprækastur í liði Keflavíkur. Guðmundur duglegur en fór illa með færin. Ómar ágætur í markinu sem og miðverðirnir. Mesta lífið var í Kennie Chopart hjá Stjörnunni. Kom sér í fín færi og fiskaði vítið mikilvæga. Ingvar flottur á milli stanganna og Halldór Orri klókur. Frammistaða Mads Laudrup olli vonbrigðum. Í engum takti við leikinn og spyrnur hans í leiknum voru þess utan arfaslakar.Halldór Orri: Þungu fargi af okkur létt Halldór Orri Björnsson Stjörnumaður gat ekki neitað því að það væri þungu fargi létt að Garðbæingum eftir að hafa landað fyrsta sigri vetrarins í Keflavík. "Það er virkilega þungu fargi létt af okkur. Það var fínt að fá stig í Frostaskjólinu en síðasti leikur var mikil vonbrigði. Þetta var því virkilega sætt og vonandi erum við komnir í gang," sagði Halldór Orri og glotti við tönn. "Þetta var alls ekki fallegur sigur enda buðu aðstæður ekki upp á neinn sambabolta.Þetta var bara gamaldags vinnusigur. Það átti samt ekkert að fresta þessum leik og það hefði þess utan átt að spila hina tvo leikina sem áttu að fara fram í kvöld. "Í seinni hálfleik þá vorum við ósjálfrátt að hugsa um að halda forskotinu. Við gáfum heldur ekki mörg færi á okkur."Ómar: Mér fannst þetta aldrei vera víti Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga, var ekki sáttur við vítaspyrnudóminn sem hann fékk dæmdan á sig í kvöld. Upp úr vítinu skoruðu Stjörnumenn eina mark leiksins. "Mér fannst þetta aldrei vera víti. Ég er búinn að spila í nokkur ár. Þegar maður kemst einn í gegn þá fer ég út á móti og reyni að gera mig breiðan. Mér fannst ég loka vel á hann og hann nær að "chippa" boltanum fram hjá mér. Svo fer hann inn í mig. Ég áttaði mig í fyrstu ekki á hvað hann væri að dæma," sagði Ómar ósáttur. "Ég spyr Kristin að því og hann segist vera að dæma á mig. Það er lítið við því að segja en ég er engan veginn sáttur. Ég hugsa að þegar Kiddi skoðar þetta síðar þá verði hann ekki heldur sáttur. Það gera allir mistök og við líka enda klúðruðum við færum í þessum leik." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Það var þungu fargi létt af Stjörnumönnum í kvöld er þeir unnu sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar. Þeir lögðu þá Keflavík, 0-1, suður með sjó. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Stjörnumenn voru miklu betri nær allan leikinn. Þeir sóttu án afláts í fyrri hálfleik á meðan Keflvíkingar komust vart yfir miðju. Stjörnumenn hefðu klárlega getað skorað fleiri mörk þá. Eina markið kom úr öruggri vítaspyrnu Halldórs Orra. Vítið var dæmt á Ómar, markvörð Keflvíkinga. Kennie Chopart komst þá í gegn, rak tána í boltann og fór síðan í Ómar. Víti dæmt og Ómar fékk gult. Keflvíkingar unnu sig aðeins inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Beittu stungusendingum á Guðmund Steinarsson sem var skynsamlegt enda varnarlína Stjörnunnar ekki í miklum takti. Guðmundur fékk besta færi fyrri hálfleiks er rangstöðutaktík Stjörnumanna klikkaði. Komst einn á auðan sjó en hitti ekki markið þó svo hann hefði allan tímann í heiminum. Þarna hefði Guðmundur átt að gera mun betur. Hann fékk annað dauðafæri í síðari hálfleik er rangstöðutaktíkin klikkaði enn á ný. Að þessu sinni kom hann boltanum á markið en Ingvar Jónsson varði vel en hann var öryggið uppmálað í búrinu. Það var í raun það eina markverða sem gerðist í skelfilega leiðinlegum síðari hálfleik. Miðjumoðið allsráðandi og bæði lið mistæk á síðasta þriðjungi vallarins. Keflvíkingar mjög ósáttir við Kristin Jakobsson dómara en ofanrituðum fannst hann leysa verkefnið vel heilt yfir. Arnór Ingvi framan af sprækastur í liði Keflavíkur. Guðmundur duglegur en fór illa með færin. Ómar ágætur í markinu sem og miðverðirnir. Mesta lífið var í Kennie Chopart hjá Stjörnunni. Kom sér í fín færi og fiskaði vítið mikilvæga. Ingvar flottur á milli stanganna og Halldór Orri klókur. Frammistaða Mads Laudrup olli vonbrigðum. Í engum takti við leikinn og spyrnur hans í leiknum voru þess utan arfaslakar.Halldór Orri: Þungu fargi af okkur létt Halldór Orri Björnsson Stjörnumaður gat ekki neitað því að það væri þungu fargi létt að Garðbæingum eftir að hafa landað fyrsta sigri vetrarins í Keflavík. "Það er virkilega þungu fargi létt af okkur. Það var fínt að fá stig í Frostaskjólinu en síðasti leikur var mikil vonbrigði. Þetta var því virkilega sætt og vonandi erum við komnir í gang," sagði Halldór Orri og glotti við tönn. "Þetta var alls ekki fallegur sigur enda buðu aðstæður ekki upp á neinn sambabolta.Þetta var bara gamaldags vinnusigur. Það átti samt ekkert að fresta þessum leik og það hefði þess utan átt að spila hina tvo leikina sem áttu að fara fram í kvöld. "Í seinni hálfleik þá vorum við ósjálfrátt að hugsa um að halda forskotinu. Við gáfum heldur ekki mörg færi á okkur."Ómar: Mér fannst þetta aldrei vera víti Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga, var ekki sáttur við vítaspyrnudóminn sem hann fékk dæmdan á sig í kvöld. Upp úr vítinu skoruðu Stjörnumenn eina mark leiksins. "Mér fannst þetta aldrei vera víti. Ég er búinn að spila í nokkur ár. Þegar maður kemst einn í gegn þá fer ég út á móti og reyni að gera mig breiðan. Mér fannst ég loka vel á hann og hann nær að "chippa" boltanum fram hjá mér. Svo fer hann inn í mig. Ég áttaði mig í fyrstu ekki á hvað hann væri að dæma," sagði Ómar ósáttur. "Ég spyr Kristin að því og hann segist vera að dæma á mig. Það er lítið við því að segja en ég er engan veginn sáttur. Ég hugsa að þegar Kiddi skoðar þetta síðar þá verði hann ekki heldur sáttur. Það gera allir mistök og við líka enda klúðruðum við færum í þessum leik."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira