Innlent

Björk í Konunglegu sænsku tónlistarakademíuna

Björk á tónleikum í Þýskalandi.
Björk á tónleikum í Þýskalandi. mynd/AFP
Tónlistarkonan og listamaðurinn Björk Guðmundsdóttir hefur verið valin í stjórn Konunglegu sænsku tónlistarakademíunnar.

Alls voru átta fulltrúar valdir til setu í stjórn stofnunarinnar. Björk er ein af fjórum erlendum tónlistarmönnum sem fengu úthlutað sæti en hinir eru allir tónlistarstjórar.

Þá var Helena Wessman, framkvæmdastjóri Sinfoníuhljómsveitar Gautaborgar, einnig valin ásamt sænsku söngvurunum Katarínu Dalayman og Karl-Magnús Fredriksson, og fiðluleikaranum Per Enoksson.

Akademían er sjálfstæð stofnun en markmið hennar er að kynna listrænar, vísindalegar og menningarlegar framfarir í tónlist.

Hægt er að nálgast vefsíðu Konunglegu sænsku tónlistarakademíunnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×