Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Keflavík 1-1 Stefán Hirst Friðriksson á Fylkisvelli skrifar 6. maí 2012 00:01 Mynd/Stefán Fylkir og Keflavík skildu jöfn, 1-1, í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Keflvíkingar voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum en Fylkismenn komu til baka í þeim síðari og voru óheppnir að fara ekki heim með stigin þrjú í leikslok. Keflvíkingar mættu mun ákveðnari en heimamenn til leiks og stýrðu leiknum á upphafsmínútunum. Bæði lið fengu þó færi til þess að komast yfir og var það að lokum Keflavík sem tókst það með góðu marki. Hilmar Geir Eiðsson fékk þá frábæra stungusendingu innfyrir vörn Fylkismanna og kláraði hann færið vel á nærstöngina. Keflvíkingar hefðu getað bætt við fleiri mörkum í hálfleiknum en tókst það ekki og staðan því 0-1 þegar flautað var til leikhlés. Það var allt annað Fylkislið sem mætti til leiks í síðari hálfleik en hann var eign heimamanna. Þeim tókst að jafna metin á 60. mínútu en þar var að verki Ingimundur Níels Óskarsson eftir góða sendingu frá Matthíasi Þóri Matthíassyni. Fylkismenn voru ógnandi á næstu mínútum og reyndu oft á Ómar Jóhannsson, sem var virkilega öflugur í marki Keflvíkinga. Heimamenn hefðu getað nælt sér í stigin þrjú á lokamínútunum en Ómar varði vel í tvígang frá Fylkismönnum. Leiknum lyktaði því með 1-1 jafntefli í Árbænum og ljóst er að bæði lið geta bætt sinn heildarleik í komandi umferðum.Ásmundur: Synd að klára þetta ekki „Við erum ekki sáttir með stigið hérna í dag. Við áttum slakan fyrri hálfleik en hefðum átt að klára leikinn í þeim síðari. Við fengum miklu fleiri færi en þeir í þessum leik og í rauninni algjör synd að við skyldum ekki hafa klárað þetta," sagði Ásmundur. Fylkismönnum hefur ekki verið spáð góðu gengi í sumar en Ásmundur sagðist vera bjartsýnn á gott gengi „Við hlustum ekkert á neina spádóma fjölmiðla. Við þurfum bara að svara slíkum pælingum á vellinum. Mér líst vel á liðið sem við erum með hérna. Menn eru að koma til baka og erum við bara bjartsýnir á framhaldið," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok.Zoran: Gáfum þeim auðvelt mark „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við stjórnuðum leiknum, skorum eitt mark og vorum sáttir með okkar frammistöðu. Við fengum þó marga möguleika til þess að skora fleiri mörk en gerðum það ekki, því miður," sagði Zoran „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Fengum gott færi í byrjun hálfleiksins en svo duttum við niður. Við gáfum þeim auðvelt mark og eftir það duttum við alveg útúr leiknum. Það vantaði kannski einhverja reynslu á miðjuna til þess að klára þetta. „Við hefðum vilja vinna leikinn en okkur tókst það ekki og vorum við heppnir að halda jafnteflinu í leikslok," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur í leikslok.Ómar: Sáttir með stigið „Við byrjuðum leikinn vel og erum klaufar að skora ekki fleiri mörk í fyrri hálfleiknum. Þeir gefa svo í seinni hálfleiknum og þá getur þetta gerst. Þetta eru tvö jöfn lið og þetta var hörkuleikur," sagði Ómar „Við erum tiltölulega sáttir með stigið hér í kvöld. Þetta var erfiður leikur og miðað við hvernig leikurinn þróaðist verðum við bara að vera sáttir með þetta," bætti Ómar við. „Mér líst mjög vel á liðið. Við spiluðum mjög vel á undirbúningstímabilinu og hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur," sagði Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Fylkir og Keflavík skildu jöfn, 1-1, í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Keflvíkingar voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum en Fylkismenn komu til baka í þeim síðari og voru óheppnir að fara ekki heim með stigin þrjú í leikslok. Keflvíkingar mættu mun ákveðnari en heimamenn til leiks og stýrðu leiknum á upphafsmínútunum. Bæði lið fengu þó færi til þess að komast yfir og var það að lokum Keflavík sem tókst það með góðu marki. Hilmar Geir Eiðsson fékk þá frábæra stungusendingu innfyrir vörn Fylkismanna og kláraði hann færið vel á nærstöngina. Keflvíkingar hefðu getað bætt við fleiri mörkum í hálfleiknum en tókst það ekki og staðan því 0-1 þegar flautað var til leikhlés. Það var allt annað Fylkislið sem mætti til leiks í síðari hálfleik en hann var eign heimamanna. Þeim tókst að jafna metin á 60. mínútu en þar var að verki Ingimundur Níels Óskarsson eftir góða sendingu frá Matthíasi Þóri Matthíassyni. Fylkismenn voru ógnandi á næstu mínútum og reyndu oft á Ómar Jóhannsson, sem var virkilega öflugur í marki Keflvíkinga. Heimamenn hefðu getað nælt sér í stigin þrjú á lokamínútunum en Ómar varði vel í tvígang frá Fylkismönnum. Leiknum lyktaði því með 1-1 jafntefli í Árbænum og ljóst er að bæði lið geta bætt sinn heildarleik í komandi umferðum.Ásmundur: Synd að klára þetta ekki „Við erum ekki sáttir með stigið hérna í dag. Við áttum slakan fyrri hálfleik en hefðum átt að klára leikinn í þeim síðari. Við fengum miklu fleiri færi en þeir í þessum leik og í rauninni algjör synd að við skyldum ekki hafa klárað þetta," sagði Ásmundur. Fylkismönnum hefur ekki verið spáð góðu gengi í sumar en Ásmundur sagðist vera bjartsýnn á gott gengi „Við hlustum ekkert á neina spádóma fjölmiðla. Við þurfum bara að svara slíkum pælingum á vellinum. Mér líst vel á liðið sem við erum með hérna. Menn eru að koma til baka og erum við bara bjartsýnir á framhaldið," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok.Zoran: Gáfum þeim auðvelt mark „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við stjórnuðum leiknum, skorum eitt mark og vorum sáttir með okkar frammistöðu. Við fengum þó marga möguleika til þess að skora fleiri mörk en gerðum það ekki, því miður," sagði Zoran „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Fengum gott færi í byrjun hálfleiksins en svo duttum við niður. Við gáfum þeim auðvelt mark og eftir það duttum við alveg útúr leiknum. Það vantaði kannski einhverja reynslu á miðjuna til þess að klára þetta. „Við hefðum vilja vinna leikinn en okkur tókst það ekki og vorum við heppnir að halda jafnteflinu í leikslok," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur í leikslok.Ómar: Sáttir með stigið „Við byrjuðum leikinn vel og erum klaufar að skora ekki fleiri mörk í fyrri hálfleiknum. Þeir gefa svo í seinni hálfleiknum og þá getur þetta gerst. Þetta eru tvö jöfn lið og þetta var hörkuleikur," sagði Ómar „Við erum tiltölulega sáttir með stigið hér í kvöld. Þetta var erfiður leikur og miðað við hvernig leikurinn þróaðist verðum við bara að vera sáttir með þetta," bætti Ómar við. „Mér líst mjög vel á liðið. Við spiluðum mjög vel á undirbúningstímabilinu og hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur," sagði Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira