Innlent

Landsdómsmálið: Dómsuppsaga á morgun

Á morgun verður dómsuppsaga Landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Dómurinn verður kveðinn upp klukkan tvö á morgun og verður bein útsending á Stöð 2 og fréttavef okkar Vísi.is.

Geir er ákærður fyrir vanrækslu í starfi sínu sem forsætisráðherra í aðdraganda bankahrunsins. Hámarksrefsing við brotunum sem Geir er ákærður fyrir er tveggja ára fangelsi. Dómur Landsdóms er endanlegur og því er ekki hægt að áfrýja honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×