Innlent

Telur óheppilegt að núverandi ríkisstjórn breyti lögum um Landsdóm

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
„Ég held að það sé óheppilegt að þeir sem virkjuðu lögin afnemi þau einnig svo þeir sömu sem nýttu sér lögin komi sér undan því að vera mældir út frá þessum sömu lögum," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann kallaði eftir því að ferlið fyrir undirritun fyrstu Icesavesamninganna yrði rannsakað sérstaklega.

Hann segir Landsdómsmálið gegn Geir H. Haarde sýna það að fyrirkomulagið er óheppilegt, en að sama skapi sé ekki eðlilegt að núverandi ríkisstjórn afnemi lögin, þá sérstaklega í ljósi þess að sama ríkisstjórn nýtti sér þau sem varð til þess að Geir var dæmdur fyrir stjórnarskrárbrot.

Þá ræddi Sigmundur einnig um feril Icesave málsins en hægt er að hlusta á viðtal við Sigmund í Reykjavík síðdegis hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×