Innlent

Þorsteinn: Ákærur Landsdóms spruttu af meiri pólitík en réttvísi

Niðurstaðan af Landsdómi er skýr: Ákærur gegn Geir Haarde spruttu meira af pólitík en réttvísi. Þessu heldur Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi leiðtogi Sjálfstæðismanna, fram í dag í grein sem birt er í Fréttablaðinu.

Hann segir að kallað hafi verið eftir afsögn Steingríms J. Sigfússonar vegna forystu hans um málsóknina en bendir á að hann þurfi ekki að bregðast við þeirri kröfu af stjórnskipulegri skyldu heldur aðeins ef hann vilji vera vandur virðingu sinni.

Þorsteinn segir Geir Haarde ekki þurfa að vera ósáttann við niðurstöðu Landsdóms. „Satt best að segja gat hann verið mjög ánægður. En hann hafði ekki tilefni til að vera hæstánægður," skrifar Þorsteinn ennfremur.

Hægt er að lesa pistil Þorstein með því að smella á viðhengi hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Pólitískir ákærendur fá á baukinn

Geir Haarde þurfti ekki að vera ósáttur við niðurstöðu Landsdóms. Satt best að segja gat hann verið mjög ánægður. En hann hafði ekki tilefni til að vera hæstánægður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×