Erlent

Réttarhöldin yfir Breivik að hefjast, gífurleg öryggisgæsla

Gífurleg öryggisgæsla er við dómshúsið í Osló en þar eru réttarhöldin yfir fjöldamorðingjanum Anders Breivik um það bil að hefjast.

Hátt í 1.500 manns munu fylgjast með þessum réttarhöldum, þar af um helmingur fréttamenn frá fjölmiðlum víða um heiminn. Allir þurfa að fara í gegnum nákvæma öryggisskoðun áður en þeim er hleypt inn í dómshúsið og lögreglan er búin að loka öllum nærliggjandi götum við húsið.

Sýnt verður beint frá réttarhöldunum að undanskildum vitnisburði Breivik. Talið er að réttarhöldin muni standa í um 10 vikur en dóms er að vænta í málinu í júlí í sumar. Breivik hefur viðurkennt að hafa myrt 77 manns, flest ungmenni á eyjunni Útey fyrir utan Osló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×