Erlent

Áfengi og kókín talin orsök þess að Houston drukknaði

Whitney Houston á árum áður.
Whitney Houston á árum áður.
Ofneysla áfengis og kókaíns eru talin orsök þess að söngkonan Whitney Houston drukknaði í baðkari á hótelherbergi eftir að hafa fengið hjartaáfall samkvæmt lokaskýrslu dánardómstjórans í Los Angeles sem nú hefur verið gerð opinber.

Söngkonan sem fannst látin á hótelherbergi sínu á Beverly Hilton hótelinu í Los Angeles þann ellefta febrúar síðast liðinn hafði um langt skeið glímt við áfengis og fíkniefnavandamál.

Nú hefur lokaskýrsla dómstjórans verið birt en þar kemur fram að á herberginu fannst nokkuð af lyfjum, tólf tegundir sem hafði verið ávísað af fimm læknum en þar voru meðal annars geðlyf. Þá kemur fram að miðnes söngkonunnar hafi verið illa farið eftir langvarandi kókaínneyslu.

Ekkert bendir til þess að dauða hennar hafi borið að með grunsamlegum hætti en það var aðstoðarmaður söngkonunnar sem kom að henni látinni nokkrum klukkutímum áður en veisla vegna Grammy verðlaunanna hófst á hótelinu. Aðstoðarmaður hennar hefur sagt að blóð hefði lekið úr nefi söngkönunnar og á brún baðkarsins hafi verið lítil skeið með hvítu efni ásamt upprúlluðum pappír.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×