Erlent

Veiddi risaþorsk á sjóstöng í Noregi

Norskur sportveiðimaður veiddi risaþorsk um helgina. Hann reyndist vera 147 sentimetrar að lengd og tæp 42 kíló að þyngd og fékkst á stöng við Söröya nyrst í Noregi.

Í norskum og norrænum fjölmiðlum er talað um að þetta sé stærsti þorskur sem veiðst hefur við strendur Evrópu. Það er ekki rétt því vitað er um risaþorsk sem veiddist á línu á Miðnessjó hér við land árið 1941. Sá reyndist 181 sentimetri að lengd og um 60 kíló að þyngd.

Enn risavaxnari þorskar hafa svo veiðst við Nýfundnaland, þar á meðal sá stærsti í heiminum en hann var tveir metrar að lengd og 73 kíló að þyngd.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×