Sigurjón: Sameiningarhugmyndir Hreiðars vonlausar Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. mars 2012 16:48 Sigurjón Árnason mætti til skýrslutöku fyrir Landsdómi i dag. mynd/ gva. Hugmyndir Hreiðars Más Sigurðssonar um sameiningar í bankakerfinu á árinu 2008 voru vonlausar að mati Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi forstjóra Landsbankans. Sigurjón sagði þetta fyrir dómi í dag. Sigurjón greindi frá því að hann, Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Glitnis, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, hefðu hist í aðdraganda hrunsins til þess að ræða hvernig sameina mætti íslenska banka í því skyni að hagræða í kerfinu. „Þá kom Hreiðar með vonlausa hugmynd. Það ætti að skipta Glitni í tvennt og Landsbankinn ætti að taka innlenda hlutann, en kaupþing átti að taka erlenda þáttinn," sagði Sigurjón. Allur laus gjaldeyrir hefði hins vegar verið í erlendum eignum Glitnis. Þetta hefði því hentað Landsbankanum afar illa. Sigurjón benti á að Landsbankann hafi ekki vantað lausar krónur við fall bankans heldur lausan erlendan gjaldeyri. Í umræðum um þann ákærulið sem lýtur að Icesave reikningunum gerði Sigurjón alvarlegar athugasemdir við fundargerðir Seðlabankans. „Það er mikilvægt að hafa í huga að fundargerðir Seðlabankans eru ekki endilega minnispunktar um það sem fram kom á fundum Seðlabankans heldur minnispunktar um atriði sem ýmsir aðilar í Seðlabankanum hefðu viljað að hefði komið fram," sagði Sigurjón. Hann ítrekaði orð sín „Þetta eru ekki fundargerðir. Þetta er eins langt því frá að vera fundargerðir og mögulegt er," sagði Sigurjón. Landsdómur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Hugmyndir Hreiðars Más Sigurðssonar um sameiningar í bankakerfinu á árinu 2008 voru vonlausar að mati Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi forstjóra Landsbankans. Sigurjón sagði þetta fyrir dómi í dag. Sigurjón greindi frá því að hann, Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Glitnis, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, hefðu hist í aðdraganda hrunsins til þess að ræða hvernig sameina mætti íslenska banka í því skyni að hagræða í kerfinu. „Þá kom Hreiðar með vonlausa hugmynd. Það ætti að skipta Glitni í tvennt og Landsbankinn ætti að taka innlenda hlutann, en kaupþing átti að taka erlenda þáttinn," sagði Sigurjón. Allur laus gjaldeyrir hefði hins vegar verið í erlendum eignum Glitnis. Þetta hefði því hentað Landsbankanum afar illa. Sigurjón benti á að Landsbankann hafi ekki vantað lausar krónur við fall bankans heldur lausan erlendan gjaldeyri. Í umræðum um þann ákærulið sem lýtur að Icesave reikningunum gerði Sigurjón alvarlegar athugasemdir við fundargerðir Seðlabankans. „Það er mikilvægt að hafa í huga að fundargerðir Seðlabankans eru ekki endilega minnispunktar um það sem fram kom á fundum Seðlabankans heldur minnispunktar um atriði sem ýmsir aðilar í Seðlabankanum hefðu viljað að hefði komið fram," sagði Sigurjón. Hann ítrekaði orð sín „Þetta eru ekki fundargerðir. Þetta er eins langt því frá að vera fundargerðir og mögulegt er," sagði Sigurjón.
Landsdómur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent