Innlent

Hlátrasköll í dómssal

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dómarar í Landsdómi.
Dómarar í Landsdómi. mynd/ anton
Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, stýrir réttahöldum af mikilli ákveðni. Nú sem endranær er tíminn fyrir hvert vitni naumt skammtaður. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari og Andri Árnason, verjandi Geirs, hafa þó fengið nokkuð ríflegan tíma til að taka skýrslu af Jónasi Fr. Jónssyni.

En þegar Markúsi, sem er alla jafna nokkuð alvörugefinn maður, fannst ekki nógu hratt ganga sagði hann: „Það má kannski bæta því hér inn í að nú blasir við hlutfallsvandi gagnvart klukkunni." Markús uppskar mikinn hlátur úr dómsal vegna þessa.

Til að útskýra orð Markúsar er rétt að benda á að eitt stærsta vandamálið sem íslenska bankakerfið stóð frammi fyrir í aðdraganda hrunsins var svokallaður hlutfallsvandi. Efnahagsreikningar bankanna þóttu allt of stórir í hlutfalli við stærð ríkissjóðs. Nokkuð sem margoft hefur borið á góma í réttarhöldunum fram til þessa.

Í ákærunni gegn Geir er honum meðal annars gefið að sök að hafa ekki haft frumkvæði að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikninga sína eða flyttu úr landi vegna stærðar þeirra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×