Innlent

Hreiðari heitt í hamsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hreiðar Már Sigurðsson fyrir Landsdómi í dag.
Hreiðar Már Sigurðsson fyrir Landsdómi í dag.
„Mér bara blöskrar," sagði Hreiðar Már Sigurðsson um málflutning þeirra fulltrúa Seðlabankans sem hafa borið vitni í Landsdómi.

Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans og núverandi aðstoðarbankastjóri, sagði þegar hann bara vitni að merki hafi verið komin fram árið 2005 um að íslensku bankarnir væru í hættu. „Hingað fáið þið aðstoðarseðlabankastjóra landsins sem segist hafa séð það fyrir árið 2005 að bankarnir voru að fara á hausinn," sagði Hreiðar Már, sem var bersýnilega reiður. Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri hafi mælt á svipaða vegu. „Hvernig stendur þá á því að hann tók ákvörðun um það að setja 800 milljónir evra til að bjarga Glitni. Þetta bara gengur ekki upp," sagði Hreiðar.

Hreiðar sagði líka að það hefði verið pólitísk ákvörðun að leyfa Kaupþingi ekki að gera upp í evrum. Sú ákvörðun hefði komið sér illa fyrir bankann. Við lok vitnaleiðslunnar sagði Hreiðar Már að Kaupþing hefði fallið við það að neyðarlögin voru sett. „Þú getur ekki sett lög sem breyta eftirá röð kröfuhafa. Eftir að þau lög eru sett er ekki hægt að reka alþjóðlegan banka. Það vill enginn aðili hafa viðskipti við okkur daginn eftir að slík lög eru sett," sagði Hreiðar Már.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×