Innlent

Starfsmenn sérstaks saksóknara fylgdust með Hreiðari

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hreiðar Már mætir fyrir dóminn.
Hreiðar Már mætir fyrir dóminn. mynd/ gva.
Starfsmenn Sérstaks saksóknara voru á meðal áhorfenda í Landsdómi þegar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, bar vitni í dag. Þeir fóru út jafnskjótt og Hreiðar þegar hann hafði lokið við vitnisburð sinn.

Sérstakur saksóknari hefur á sinni könnu fjölmörg mál sem Hreiðar Már tengist. Nærtækast er að nefna al-Thani fléttuna, en það mál var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá er verið að rannsaka svokallaða Lindsor fléttu, sem tengist neyðarláni Seðlabanka Íslands til Kaupþings. Þá eru fleiri mál tengd markaðsmisnotkun til rannsóknar.

Skýrslutöku hjá Hreiðari Má lauk um klukkan tvö. Um klukkan tuttugu mínútur í tvö hófst svo skýrslutaka hjá Þorsteini Má Baldvinssyni sem var stjórnarformaður Glitnis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×