Innlent

Eignasala í Noregi hefði losað um 900 milljónir evra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorsteinn Már Baldvinsson gaf skýrslu fyrir dómi í dag .
Þorsteinn Már Baldvinsson gaf skýrslu fyrir dómi í dag . mynd/ gva.
Allan tímann sem ég var stjórnarmaður Glitnis þá var upp á lagt að draga úr kostnaði og hagræða, sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, sem var stjórnarformaður Glitnis þegar bankinn hrundi. Hann sagði að þetta hefði verið gert með sölu eigna meðal annars og að segja upp 200 manns. Nánast hefði verið búið að ganga frá sölu eigna í Noregi til Nordea sem hefði losað um 900 milljónir evra. Það hefði ekki gengið eftir fall Lehman Brothers 15. september 2008.

Helgi Magnús Gunnarsson, varasaksóknari Alþingis, spurði Þorstein Má um það að hve miklu leyti hefði verið rætt um sameiningar í bankakerfinu 2008. Spurði Helgi Magnús meðal annars út í fund sem Þorsteinn Már átti með Björgólfi Guðmundssyni, þáverandi stjórnarformanni Landsbankans, og Tryggva Þór Herbertssyni sem var efnahagsráðgjafi forsætisráðherra á þeim tíma.

„Það var farið örstutt yfir það að kostnaður við rekstur íslensks bankakerfis væri of hár. Það var ekkert meira lagt í þennan fund," sagði Þorsteinn Már. Hann hafi litið svo á að það væri ekki áhugi hjá Landsbankanum að skoða sameiningar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×