Þúsund kílómetra bíltúr til að heimsækja nágranna á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. febrúar 2012 18:45 Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. Eftir átak síðustu ára í vegagerð teljast samgöngur orðnar þokkalegar milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um Djúp. Framundan á næstu árum er að tengja byggðir á sunnanverðum Vestfjörðum við hringveginn. Eftir stendur hins vegar ótrúlegt gap innan Vestfjarða, leiðin milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Þar eru Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði helstu farartálmar en þær hafa meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember og ekki er á dagskrá að moka fyrr en eftir 20. mars, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipssson, segir tómt mál að tala um endurreisn atvinnulífs án samgöngubóta. Það segi sig sjálft að Vestfirðir muni ekki komast í gegnum núverandi erfiðleika nema samgöngur verði bættar. Eiríkur er jafnframt fjármálastjóri Dýrfisks, sem er að byggja upp fiskeldi, og líður fyrir þessa stöðu en fyrirtækið er með seiðaeldi í Tálknafirði, eldiskvíar á Dýrafirði og fiskvinnslu á Flateyri. 115 kílómetra vegalengd er milli starfsstöðva á Tálknafirði og Þingeyri en með heiðarnar lokaðar, eins og verið hefur undanfarna þrjá mánuði, hafa starfsmenn neyðst til að aka um alla Barðarstrandarsýslu, um Þröskulda, Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði, Djúpveg og Ísafjörð, alls 519 kílómetra vegalengd, eða yfir þúsund kílómetra fram og til baka. Að þurfa að senda starfsmenn á annað þúsund kílómetra í akstur á milli staða, sem annars ætti ekki að taka nema innan við tvo tíma að keyra á milli, er ömurleg staða fyrir það atvinnulíf sem verið er að reyna að byggja upp, segir Eiríkur. Sú langtímaáætlun sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt gerir ekki ráð fyrir að heilsárvegur komi þarna á milli næsta áratuginn. „Það er bara verið að svíkja áður útgefin loforð. Og það þarf ekkert að skýla sér á bak við að hér hafi orðið efnahagslegt hrun," segir Eiríkur Finnur og segir samgöngurnar ekki bjóðandi nútíma samfélagi. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. Eftir átak síðustu ára í vegagerð teljast samgöngur orðnar þokkalegar milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um Djúp. Framundan á næstu árum er að tengja byggðir á sunnanverðum Vestfjörðum við hringveginn. Eftir stendur hins vegar ótrúlegt gap innan Vestfjarða, leiðin milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Þar eru Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði helstu farartálmar en þær hafa meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember og ekki er á dagskrá að moka fyrr en eftir 20. mars, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipssson, segir tómt mál að tala um endurreisn atvinnulífs án samgöngubóta. Það segi sig sjálft að Vestfirðir muni ekki komast í gegnum núverandi erfiðleika nema samgöngur verði bættar. Eiríkur er jafnframt fjármálastjóri Dýrfisks, sem er að byggja upp fiskeldi, og líður fyrir þessa stöðu en fyrirtækið er með seiðaeldi í Tálknafirði, eldiskvíar á Dýrafirði og fiskvinnslu á Flateyri. 115 kílómetra vegalengd er milli starfsstöðva á Tálknafirði og Þingeyri en með heiðarnar lokaðar, eins og verið hefur undanfarna þrjá mánuði, hafa starfsmenn neyðst til að aka um alla Barðarstrandarsýslu, um Þröskulda, Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði, Djúpveg og Ísafjörð, alls 519 kílómetra vegalengd, eða yfir þúsund kílómetra fram og til baka. Að þurfa að senda starfsmenn á annað þúsund kílómetra í akstur á milli staða, sem annars ætti ekki að taka nema innan við tvo tíma að keyra á milli, er ömurleg staða fyrir það atvinnulíf sem verið er að reyna að byggja upp, segir Eiríkur. Sú langtímaáætlun sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt gerir ekki ráð fyrir að heilsárvegur komi þarna á milli næsta áratuginn. „Það er bara verið að svíkja áður útgefin loforð. Og það þarf ekkert að skýla sér á bak við að hér hafi orðið efnahagslegt hrun," segir Eiríkur Finnur og segir samgöngurnar ekki bjóðandi nútíma samfélagi.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira