Lilja hrærð yfir viðbrögðunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2012 10:29 Samstaða fer af stað með krafti. mynd/ vilhelm. Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri skoðanakönnun koma sér og flokksfélögum sínum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. „Vð vorum svona í bjartsýni okkar að vonast til að þetta yrði svona 12 til 15%. Við erum svona hálf hrærð yfir þessu mikla fylgi," segir Lilja. Hún bendir á að forysta Samstöðu hafi ekki enn farð út á land til að kynna framboðið þar. Við höfum meðal annars ekki komist vegna veðurs. við ætluðum að fara í þessari viku," segir Lilja. Hún tekur þó fram að þetta séu nú ekki endilega þær tölur sem muni koma upp úr kjörkössunum. „En ég held að það sé meiri líkur á því að það muni gerast núna en oft áður," segir Lilja. Lilja segir erfitt að geta sér til um það hvað skýri niðurstöðuna í kosningunni. Hún hafi þó skynjað að fólk væri að leita að stjórnmálaafli sem hefði trúverðugleika og ekki síður að leita að fólki sem hefði trúverðugleika til að framfylgja þeirri stjórnmálastefnu sem Samstaða byggir á. Það væri því bæði fólkið og stefnan sem skipti máli. „Ég er eini þingmaðurinn í hópnum og síðan er fólk sem hefur ekki beint verið í framvarðarlínu stjórnmálanna með mér heldur þekkt af öðrum störfum í samfélaginu. Ég held að mörgum hafi þótt það vera traustvekjandi," segir Lilja. Hún bendir á að ásýnd flokksins eigi eftir að breytast eftir því sem félögunum fjölgi. Lilja segir að Samstaða hafi verið í sambandi við fólk víðsvegar á landinu til að taka þátt í starfi flokksins. „Við höfum haft samband við fólk í öllum kjördæmum en auðvitað mætti hópurinn vera stærri á hverjum stað. Það litast kannski af tímaskorti og peningaleysi," segir Lilja og bendir á að ný framboð eins og Samstaða hafi nánast ekki úr neinum peningum að moða miðað við framboð sem þegar hafi haslað sér völl. Tengdar fréttir Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri skoðanakönnun koma sér og flokksfélögum sínum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. „Vð vorum svona í bjartsýni okkar að vonast til að þetta yrði svona 12 til 15%. Við erum svona hálf hrærð yfir þessu mikla fylgi," segir Lilja. Hún bendir á að forysta Samstöðu hafi ekki enn farð út á land til að kynna framboðið þar. Við höfum meðal annars ekki komist vegna veðurs. við ætluðum að fara í þessari viku," segir Lilja. Hún tekur þó fram að þetta séu nú ekki endilega þær tölur sem muni koma upp úr kjörkössunum. „En ég held að það sé meiri líkur á því að það muni gerast núna en oft áður," segir Lilja. Lilja segir erfitt að geta sér til um það hvað skýri niðurstöðuna í kosningunni. Hún hafi þó skynjað að fólk væri að leita að stjórnmálaafli sem hefði trúverðugleika og ekki síður að leita að fólki sem hefði trúverðugleika til að framfylgja þeirri stjórnmálastefnu sem Samstaða byggir á. Það væri því bæði fólkið og stefnan sem skipti máli. „Ég er eini þingmaðurinn í hópnum og síðan er fólk sem hefur ekki beint verið í framvarðarlínu stjórnmálanna með mér heldur þekkt af öðrum störfum í samfélaginu. Ég held að mörgum hafi þótt það vera traustvekjandi," segir Lilja. Hún bendir á að ásýnd flokksins eigi eftir að breytast eftir því sem félögunum fjölgi. Lilja segir að Samstaða hafi verið í sambandi við fólk víðsvegar á landinu til að taka þátt í starfi flokksins. „Við höfum haft samband við fólk í öllum kjördæmum en auðvitað mætti hópurinn vera stærri á hverjum stað. Það litast kannski af tímaskorti og peningaleysi," segir Lilja og bendir á að ný framboð eins og Samstaða hafi nánast ekki úr neinum peningum að moða miðað við framboð sem þegar hafi haslað sér völl.
Tengdar fréttir Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30