Enski boltinn

Szczesny: Baðst afsökunnar á því að hafa líkt Ramsey við nauðgara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wojciech Szczesny.
Wojciech Szczesny. Mynd/Nordic Photos/Getty
Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, hefur beðist afsökunnar á því að hafa skrifað inn á twitter-síðu sína að liðsfélagi hans Aaron Ramsey liti út eins og nauðgari. Szczesny sem er 21 árs Pólverji fékk áminningu frá félaginu þar sem hann var minntur á skyldur sínar og hann hefur síðan eytt tístinu út af twitter-síðu sinni.

„Ég bið alla afsökunnar ef tístið mitt móðgaði einhvern," skrifaði Wojciech Szczesny seinna á twitter-síðu sína. „Það eru hlutir sem maður á ekki að grínast með og ég fór þarna yfir strikið. Fyrirgefið mér," skrifaði Szczesny.

Aaron Ramsey er jafngamall og Szczesny en hann hafði birt mynd af sér á sinni twitter-síðu þar sem hann var staddur á golfmóti. Szczesny skrifaði um myndina: „Ég vil ekki vera dónalegur félagi en þú lítur út eins og nauðgari á þessari mynd."

Ramsey svaraði þessu á léttu nótunum: „Ég er að reyna mitt besta en það eru ekki allir með eins gott tískuvit eins og þú."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×