Enski boltinn

Redknapp um Henry: Verðum við ekki að ná í Hoddle eða Ardiles

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glenn Hoddle.
Glenn Hoddle. Mynd/Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var eins og margir aðrir fenginn til þess að tjá sig um endurkomu Thierry Henry í Arsenal-liðið og sagðist hann hafa séð það skrifað í skýin að Henry myndi skora á móti Leeds.

„Ég horfði á leikinn og ég vissi að Henry myndi skora. Þetta átti bara að gerast og það var stórkostlegt að verða vitni af þessu," sagði Harry Redknapp.

„Ég vona að hann komi ekki til með að hafa of góð áhrif á Arsenal-liðið því við ætlum að enda ofar en Arsenal í töflunni sem verður ekki auðvelt," sagði Redknapp og sló síðan öllu upp í létt grín.

„Verðum við hjá Tottenham ekki að bregðast við þessu með því að kalla á (Glenn) Hoddle eða (Ossie) Ardiles til þess að vera tilbúnir fyrir hann. Graham Roberts eða Paul Miller taka kannski fram skóna til þess að sparka í hann," sagði Redknapp.

Tottenham mætir ekki Arsenal fyrr en í lok febrúar en það gæti hugsanlega orðið síðasti leikur Thierry Henry með Arsenal áður en hann fer aftur til síns liðs í Bandaríkjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×