Enski boltinn

Sextán ára táningur hjá Chelsea á leiðinni í Afríkukeppnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bertrand Traore.
Bertrand Traore. Mynd/Nordic Photos/Getty
Bertrand Traore er leikmaður með unglingaliði Chelsea og hefur aldrei fengið tækifæri með aðalliði félagsins. Strákurinn er engu að síður á leiðinni í Afríkukeppnina því hann var valinn í landsliðshóp Búrkína Fasó.

Bertrand Traore er 180 sm miðjumaður sem hefur verið í akademíu Chelsea síðan um mitt ár 2010. Hann er fæddur 6. september 1995 og verður því ekki 17 ára fyrr en í haust.

Traore getur orðið þriðji yngsti leikmaður úrslitakeppni Afríkukeppninnar frá upphafi fái hann tækifæri í fyrsta leik Búrkína Fasó sem er á móti Suður-Afríku. Hann lék sinn fyrsta og eina landsleik á móti Miðbaugs-Gíneu í vináttulandsleik 3. september síðastliðinn.

Eldri bróðir Bertrand Traore er einnig í landsliðshópnum en Alain Traore (23 ára) leikur með franska liðinu AJ Auxerre. Faðir þeirra, Feu Traoré Isaï, lék á sínum tíma landsleiki fyrir Búrkína Fasó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×