Enski boltinn

Tottenham upp að hlið Man United

Nordic Photos / Getty Images
Tottenham vann í kvöld 2-0 sigur á Everton í frestuðum leik úr fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum komst liðið upp í 45 stig og er nú með jafn mörg stig og Manchester United í 2.-3. sæti deildarinnar.

Manchester City er á toppnum með 48 stig en eftir leikinn í kvöld hafa öll lið deildarinnar spilað 20 leiki. Everton er í ellefta sæti með 24 stig.

Aaron Lennon kom Tottenham yfir í fyrri hálfleik í kvöld og bakvörðurinn Benoit Assou-Akotto jók forystuna í þeim síðari.

Lennon skoraði eftir góðan sprett inn í teig Everton en Assou-Ekotto skoraði afar laglegt mark með föstu skoti af löngu færi. Boltinn breytti reyndar aðeins um stefnu á Tim Cahill.

Sigurinn dýrmætur fyrir Tottenham sem heldur pressu á toppliðunum tveimur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×